Mögnuð endurkoma City dugði ekki til | Þrjú rauð á Anderlecht Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 10:23 Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira