Sport

Kristín Rós í heiðurshöllina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristín Rós ásamt Vilhjálmi Einarssyni í Gullhömrum í gærkvöldi.
Kristín Rós ásamt Vilhjálmi Einarssyni í Gullhömrum í gærkvöldi. Mynd/Daníel
Kristín Rós Hákonardóttir var í gærkvöldi tekin inn í heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Valið var kunngjört á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna við valið á íþróttamanni ársins.

Kristín Rós var á sínum tíma einn fremsti ef ekki fremsti fatlaði íþróttamaður í heiminum. Hún vann til fjölmargra verðlauna bæði á Ólympíumótum og heimsmeistaramótum þar sem heims- og mótsmet voru reglulega sett. Á ferlinum setti hún 60 heimsmet og níu Ólympíumótsmet.

Kristín Rós er sjöundi íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöllina. Vilhjálmur Einarsson var sá fyrsti en síðan hafa Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Sigurjón Pétursson, Jóhannes Jósefsson og Albert Guðmundsson orðið þess heiðurs aðnjótandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×