Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2013 14:21 Leitarsvæðið er beint norður af Íslandi. Rúni M. Hansen er framkvæmdastjóri Statoil yfir Grænlandi og Færeyjum. Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52