Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2013 14:21 Leitarsvæðið er beint norður af Íslandi. Rúni M. Hansen er framkvæmdastjóri Statoil yfir Grænlandi og Færeyjum. Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52