Hlutafjáraukning í Plain Vanilla upp á 22 milljónir dollara Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2013 16:00 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla á skrifstofum fyrirtækisins við Laugaveg. 365/valli Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“ Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“
Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57
Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00