Óánægja meðal stéttafélaga með nýjan kjarasamning Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. desember 2013 20:29 Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allt stefnir í að skrifað verði undir kjarasamning á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kvöld. Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn. Meiri líkur en minni eru að nýr kjarasamningur verði undirritaður í kvöld. Hann felur meðal annars í sér 5% launahækkun til þeirra sem lægstu laun hafa og 2,8% almenna launahækkun. Meðaltalshækkun launa verða um 10 þúsund krónur. Samningurinn sem skrifa á undir verður líklega til 12 mánaða með endurskoðun á langtíma samningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er óánægður með þátt stjórnvalda í samningnum. „Ég tel að sú óánægja sem er innan verkalýðshreyfingarinnar í garð þessa samnings sé eitthvað sem snýr að stjórnvöldum. Það eru mikil vonbrigði með það að takist ekki að hækka skattleysismörkin, gagnvart lægstu tíund í launakerfunum sem ekki fá að njóta skattalækkanna,“ segir Gylfi.Sorgmæddur yfir samningnum Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness er vægast sagt óánægður með fyrirhugaðan samning. „Ég er eiginlega hálf sorgmæddur yfir þessum samningi sem er verið að fara að undirrita. Við getum gert miklu, miklu betur en þetta,“ segir Vilhjálmur. „Við verðum að átta okkur á því að innan okkar vébanda, sem tilheyra starfsgreinasambandi Íslands, eru sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa verið að skila hagnaði líkt og enginn sé morgundagurinn. Það liggur fyrir að heildarhagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í kringum 80 milljarða í ár. Í mínum huga er það skammarlegt að laun verkafólks séu ekki lagfærð meira en raun ber vitni.“Vill berjast Vilhjálmur segir að 4-5 stéttarfélög innan starfsgreinasambandsins muni ekki skrifa undir samningin í núverandi mynd. Samningurinn ýti enn frekar undir launamun á milli þjóðfélagshópa og það komi ekki til greina í hans huga að skrifa undir slíkan samning. „Málið er einfalt. Ég vil berjast. Ég segi bara eins og Óli Þórðar í fótboltanum: Það þarf að taka á hlutunum, reima á sig takkaskónna og tækla þetta verkefni. Það hafa menn ekki verið að gera.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira