Innlent

Jákvætt skref ríkisstjórnarinnar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Augljóst að þetta er jákvætt skref segir Gylfi sem hefði þó viljað að ríkisstjórnin gengi lengra.
Augljóst að þetta er jákvætt skref segir Gylfi sem hefði þó viljað að ríkisstjórnin gengi lengra. mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Þetta er í takt við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð þessara samninga,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þær hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að lækka jaðarskatta og einfalda og fækka skattþrepum.

Ríkisstjórnin sendi í dag bréf til Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Þar koma fram ráðstafanir sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir í tengslum við niðurstöðu kjaraviðræðna á almennum vinnumarkaði. En aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað í Karphúsinu í dag um kjarasamninga.

Ríkisstjórnin ætlar meðal annars að leggja fram frumvarp um hækkun á efri mörkum lægsta þrep tekjuskatts í 290 þúsund krónur og skatthlutfall í miðþrepi verði 25,3 prósent.

Gylfi segir að hann hefði viljað sjá þær breytingar að persónuafslátturinn myndi hækka samhliða þessari aðgerð, en það sem verið sé að gera sé jákvætt skref. „Það er augljóst,“ segir Gylfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×