Borgarráð opnar á breytta legu brauta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 18:45 Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill. Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill.
Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58