Borgarráð opnar á breytta legu brauta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 18:45 Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill. Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill.
Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent