Borgarráð opnar á breytta legu brauta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 18:45 Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill. Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill.
Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58