Þegar Loftur spjallaði við Harmageddon Frosti Logason skrifar 20. desember 2013 16:51 Einn góðan sumardag árið 2011 var útvarpsþátturinn Harmageddon sendur út í beinni útsendingu frá versluninni Macland á laugavegi. Áður en þátturinn fór í loftið rákumst við á vin okkar Loft Gunnarsson. Loftur var útitekinn, sólbrúnn og glaðlegur þennan dag eins og hann var oftast þegar maður hitti hann niður í miðbæ Reykjavíkur. Við tókum létt spjall eins og venjulega og Loftur stakk svo sjálfur upp á því að kíkja á okkur í viðtal. Hann vildi segja okkur stutta sögu sem hann sagði að ætti erindi við hlustendur. Það var alls ekki óvenjulegt að hitta Loft á þessum stað. Á þessum tíma tók maður því sem sjálfsögðum hlut. Því miður. En það var óvanalegt að hann vildi koma í þáttinn okkar. Við gripum því strax hugmyndina og tókum því fagnandi að hann kíkti við. Það vakti örlitla athygli hjá búðargestum þegar Loftur kom inn og settist hjá okkur. Hann leit út eins og landkönnuður sem hafði nýverið snúið aftur úr leiðangri af Suðurpólnum. Alskeggjaður, rjóður í kynnum og vel klæddur um miðjan júlí. Einhverjum var eflaust brugðið en við vorum eiginlega bara hálf montnir af því að þessi sérkennilegi maður væri einn af okkar elstu æskuvinum úr Garðabænum. Þegar við opnuðum fyrir hljóðnemana byrjuðum við auðvitað strax að slá á létta strengi. Loftur var aðeins við skál og við vorum allir í sumarskapi. Á meðan á viðtalinu stóð fannst okkur við einungis vera að bulla einhverja vitleysu. En þegar við hlustum á þetta í dag þá býr í þessu mikil heimspeki. Heimspeki hins glaðlynda útigangsmanns. Við söknum þín Loftur. Minning þín lifir. Harmageddon Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Tónleikar sem munu breyta lífi þínu Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon
Einn góðan sumardag árið 2011 var útvarpsþátturinn Harmageddon sendur út í beinni útsendingu frá versluninni Macland á laugavegi. Áður en þátturinn fór í loftið rákumst við á vin okkar Loft Gunnarsson. Loftur var útitekinn, sólbrúnn og glaðlegur þennan dag eins og hann var oftast þegar maður hitti hann niður í miðbæ Reykjavíkur. Við tókum létt spjall eins og venjulega og Loftur stakk svo sjálfur upp á því að kíkja á okkur í viðtal. Hann vildi segja okkur stutta sögu sem hann sagði að ætti erindi við hlustendur. Það var alls ekki óvenjulegt að hitta Loft á þessum stað. Á þessum tíma tók maður því sem sjálfsögðum hlut. Því miður. En það var óvanalegt að hann vildi koma í þáttinn okkar. Við gripum því strax hugmyndina og tókum því fagnandi að hann kíkti við. Það vakti örlitla athygli hjá búðargestum þegar Loftur kom inn og settist hjá okkur. Hann leit út eins og landkönnuður sem hafði nýverið snúið aftur úr leiðangri af Suðurpólnum. Alskeggjaður, rjóður í kynnum og vel klæddur um miðjan júlí. Einhverjum var eflaust brugðið en við vorum eiginlega bara hálf montnir af því að þessi sérkennilegi maður væri einn af okkar elstu æskuvinum úr Garðabænum. Þegar við opnuðum fyrir hljóðnemana byrjuðum við auðvitað strax að slá á létta strengi. Loftur var aðeins við skál og við vorum allir í sumarskapi. Á meðan á viðtalinu stóð fannst okkur við einungis vera að bulla einhverja vitleysu. En þegar við hlustum á þetta í dag þá býr í þessu mikil heimspeki. Heimspeki hins glaðlynda útigangsmanns. Við söknum þín Loftur. Minning þín lifir. Harmageddon
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Tónleikar sem munu breyta lífi þínu Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon