Erlent

Dennis Rodman velur körfuboltalið í Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/AP
Fyrrverandi körfuboltastjarnan Dennis Rodman hélt í dag prufur í Norður-Kóreu fyrir körfuboltalið. Liðið mun spila gegn tylft fornra hetja úr NBA körfuboltanum á afmælisdegi Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Telegraph.

Dennis Rodman sagði að einhverjir þeirra tólf leikmanna sem spila eiga gegn Kóreumönnum, séu hræddir við að ferðast til landsins. „Ég segi við þá, ekki vera hræddur. Þetta er allt ást, það er allt ást hér,“ segir Rodman.

Þegar einn leikmannanna, Kim Un-Chol, var spurður hvers vegna honum líkaði körfubolti, sagðist hann hafa heillast af íþróttinni í sjónvarpi. Einnig vildi hann verða góður í íþróttinni því hún væri í uppáhaldi hjá Kim Jong-Un.

Myndband frá prufunni og viðtal við Dennis Rodman er hægt að sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×