Ástand Schumachers hefur batnað | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2013 10:27 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira