Sport

Fimm þjálfarar reknir í NFL-deildinni

Jim Schwartz er hér að stýra Detroit Lions í síðasta skipti.
Jim Schwartz er hér að stýra Detroit Lions í síðasta skipti.
Það er talað um "Black Monday" eða svartan mánudag í NFL-deildinni. Deildarkeppninni lauk í gær og eigendur liðanna eru með öxina á lofti í dag.

Cleveland Browns, Minnesota Vikings, Washington Redskins, Tampa Bay Buccaneers og Detroit Lions hafa öll rekið þjálfara sína í dag. Áður hafði Houston Texans rekið sinn þjálfara.

Svo gæti farið að einhver fleiri lið reki sína þjálfara en það er ansi hraustlegt að fimm þjálfarar missi vinnuna sama daginn.

Einhverjir þeirra gætu þó fengið vinnu hjá einhverju þeirra félaga sem nú vantar nýja sýn.

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um næstu helgi. Stöð 2 Sport mun sýna undanúrslitaleikina og svo úrslitaleikinn, Super Bowl, í beinni útsendingu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×