Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2013 18:45 Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21