Handbolti

Aron og Vignir fara með til Þýskalands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska landsliðið í handbolta æfði í síðasta sinn í morgun áður en liðið leggur af stað í æfingaferð til Þýskalands síðar í vikunni.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sagði við Vísi í dag að æfingin hefði gengið vel og engin ný meiðsli tekið sig upp.

„Aron [Pálmarsson] er búinn að jafna sig á flensunni og Vignir [Svavarsson] stóðst æfinguna sem var gott,“ sagði Aron.

Áður var ljóst að þeir Arnór Atlason, Arnór Þór Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson færu ekki með til Þýskalands vegna meiðsla en alls fara átján leikmenn út á föstudaginn, þar af tveir markverðir.

„Það verður svo bara að koma í ljós hversu mikið álag leikmenn þola, sérstaklega þeir sem hafa verið tæpir,“ bætir Aron við.

Ísland mætir Þjóðverjum, Rússum og Austurríkismönnum á æfingamótinu ytra. EM í Danmörku hefst svo 12. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×