Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Myndir/Baldur Hrafnkell. Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira