Útilokar ekki slit á samningi við Moskvu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2013 12:47 Dagur B. Eggertsson segir tillögu borgarráðs gera ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. „Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson. Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Við útilokum alls ekki að til þess geti komið að við slítum samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við Moskvu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um endurskoðun á samningnum. Borgarráð samþykkti tillöguna einróma á fundi sínum í gær. Dagur segir tillöguna eiga rætur að rekja til bréfs sem Jón Gnarr sendi borgarstjóra Moskvu þar sem hann lýsti áhyggjum sínum á stöðu mannréttindamála í Rússlandi og nýrri löggjöf sem bannar samkynhneigð og því sem kallað hefur verið áróður fyrir samkynhneigð. Bréfinu var aldrei svarað og því var áðurnefnd tillaga að sögn Dags rökrétt framhald. „Tillagan gerir ráð fyrir samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. Ég hef rætt við samtökin í sumar og beðið þau að vera í sambandi við systrasamtök sín í Moskvu því við viljum með þessu styrkja baráttu og málstað samkynhneigðra í Rússlandi. Mannréttindi hafa lengi verið áherslumál hjá Reykjavíkurborg og þegar svona er komið, að venjulegt fólk getur ekki verið óhult á götum úti í sinni eigin borg eða sem ferðamenn, þá er einfaldlega ekki hægt að sitja þegjandi hjá. Það er allavega afstaða borgarráðs,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Borgarráð samþykkir að endurskoða samstarf við Moskvu Borgarráð samþykkti í gær tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að settar verði fram tillögur að breytingum eða uppsögn á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Borgarstjóri vill að þetta verði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað síðustu misserin í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi. Tillagan var samþykkt og verður borgarlögmanni, mannréttindaskrifstou, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara falið að koma með tillögur, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið og Samtökin 78. 23. ágúst 2013 08:36