Innlent

Myndböndin loks á borði barnaverndar

Leikskólinn 101 er enn lokaður.
Leikskólinn 101 er enn lokaður.
Myndböndin sem sýna meint ofbeldi gegn börnum á ungbarnaleiksskólanum 101 komust ekki í hendur barnaverndar fyrr en í gærkvöld. Rannsókn málsins er því enn í fullum gangi hjá barnaverndaryfirvöldum.

Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum tilkynntu ofbeldið til barnaverndar í vikunni. Þær sögðust eiga myndbönd í fórum sínum þar sem ung börn væru rassskelt og þau beitt harðræði. Myndböndin skiluðu sér ekki inn til barnaverndar fyrr en í gærkvöldi.

Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, staðfestir þetta og sagði í samtali við fréttastofu að foreldrum sem eiga börn á myndbandi hafi verið gert viðvart og að myndböndin verði skoðuð með þeim í dag.

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöld var greint frá því að rannsóknin í máli leiksskólans hafi ekki ratað inn á borð lögreglu. Leikskólinn er enn lokaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×