Lýðræði er málið Þorvaldur Örn Árnason skrifar 23. ágúst 2013 08:00 Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Geir Haarde var dæmdur í Landsdómi fyrir að leggja ekki fyrirsjáanlegt bankahrun formlega fyrir ríkisstjórnina heldur pukrast með málið í þröngum hópi þar til allt hrundi. Í kjölfar álits Evrópuráðsins nýlega er talað um að leggja Landsdóm niður því kjósendur en ekki dómstólar eigi að refsa fyrir pólitísk afglöp. Það geri kjósendur með því að kjósa ekki aftur yfir sig þá sem bregðast þeim. Á því varð misbrestur í alþingiskosningunum í vor. Þeim stjórnmálaflokkum sem lögðu grunn að hruninu mikla var refsað lítillega í hita leiksins í kosningunum 2009, en fjórum árum síðar virðist allt vera gleymt – eða fyrirgefið – og þeir endurheimta fyrra fylgi. Það gerist á sama tíma og verið er að draga fyrir dóm nokkra af áhrifavöldum hrunsins úr hópi kaupsýslumanna (braskara) fyrir að skara ótæpilega eld að eigin köku í krafti regluverks sem þríflokkurinn (Framsókn, Samfylking og umfram allt Sjálfstæðisflokkur) hafði lagt þeim upp í hendur árin áður. Ættu ekki pólitíkusar, sem skópu hriplekt regluverk og gerðu hrunið mögulegt, að bera þyngri ábyrgð og hljóta þyngri refsingu en þeir sem nýttu sér glufurnar? Þessir sem grisjuðu eftirlitið og trúðu að „ósýnileg hönd“ frjálshyggjunnar myndi stýra öllu öllum til heilla? Er einhver að refsa þessum stjórnmálamönnum? Ekki dómstólar, nema hvað Geir Haarde fékk vægan skilyrtan dóm. Ekki kjósendur, sem virðast hafa gleymt eða fyrirgefið mistökin og sumir líklega farnir að láta sig dreyma um að skara eld að eigin köku á nýjan leik, á kostnað heildarinnar. Flokkurinn sem á stærstan hlut í ógöngum íbúðalánakerfisins fékk glæsta kosningu á sama tíma og afglöpin blöstu við. Auðvitað ætti lýðræði að virka þannig að kjósendur refsi með atkvæði sínu fyrir afdrifarík pólitísk afglöp og glæfra. En nýlegt dæmi sýnir að þeir gera það almennt ekki. Margir virðast hafa kokgleypt kosningaloforð sem augljóst mátti vera að yrðu ekki efnd. Hér bregst lýðræðið í aðhaldshlutverki sínu. Við blasir alvarlegur lýðræðisbrestur. Almenningur (kjósendur) virðist ekki valda því hlutverki að gæta hagsmuna sinna og lætur blekkjast af berum lygum og hálfsannleik. Hvað er til ráða? Ætti að grípa til uppfræðsluátaks í þjóðfélaginu, líkt og gert var þegar alnæmi tók að breiðast út? Líkt og gerst hefur undanfarin ár til að upplýsa og afstýra kynferðislegu ofbeldi? Slagorðin gætu verið á þessa leið: Settu (efnahagslega) öryggið á oddinn! Ekki láta tæla þig með innantómum loforðum! Viðurkenndu að það hafi verið brotið á réttindum þínum – það er allt í lagi að segja frá. Eða þannig? Í fjóra áratugi hefur undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi verið eitt af meginmarkmiðum grunnskólans. Hefur það skilað árangri? Samkvæmt nýrri námskrá á lýðræði að vera einn af sex grunnþáttum í öllu menntakerfinu næstu ár. Er einhver von til að það gangi betur? Lýðræði er ekki bara þekking og kunnátta, miklu fremur viðhorf og lífsstíll. Það er erfitt að miðla lífsviðhorfi nema að hafa tök á því sjálfur – að lifa sjálfur samkvæmt því. Til að skólar geti eflt lýðræði í þjóðfélaginu þurfa þeir sjálfir að vera lýðræðislegir og þeir sem þar starfa að hafa lýðræði að hugsjón. Starfsfólk og nemendur þurfa að fá ríkuleg tækifæri til að móta eigið líf og samfélag sitt í samstarfi við aðra – eins og þroski hvers og aðstæður leyfa – og takast á við meiri áskoranir eftir því sem þeim vex vit og ásmegin. Æfa sig í að greina áreiðanleika upplýsinga og sjá í gegnum blekkingar. Vera uppbyggilegir og gagnrýnir. Skólar geta örugglega eflt lýðræði öllum til handa, en því aðeins að það verði almenn lýðræðisvakning í öllu þjóðfélaginu. Því skora ég á þig, lesandi góður, að velta fyrir þér hvað hægt sé að gera til að efla lýðræði og stuðla með því að betra og traustara mannlífi okkar allra – í bráð og lengd. Tökum á því saman, innan skóla sem utan.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar