Leikarinn Charlie Hunnam er hættur við að taka að sér hlutverk Christian Grey í kvikmynd sem byggð er á metsölubókinni Fifty Shades of Grey.
Nú stendur því yfir leit að staðgengli hans og hefur sænski leikarinn Alexander Skarsgard verið orðaður við hlutverkið sem og Jamie Dornan úr sjónvarpsþáttunum The Fall.
Talið er að Hunnam hafi hætt við að taka að sér hlutverkið vegna þess að honum þótti handritið ekki nógu gott.
Alexander Skarsgard gæti verið nýr Grey
