IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2013 12:16 Mynd/Vilhelm IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira