Reynir að verjast árásum annarra keppenda Sara McMahon skrifar 29. ágúst 2013 08:00 Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við HR, er eina stúlkan sem tekur þátt í Hakkarakeppni HR á morgun. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
„Ég er ein af níu keppendum í úrslitum og eina stúlkan í hópnum. Það var eins í fyrra, þá var ég eina stelpan í fimm manna hópi,“ segir Helga Guðmundsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og keppandi í Hakkarakeppni HR sem fram fer á morgun. Að sögn Helgu er hakkarakeppni sem þessi hörkuspennandi áhorfs. „Keppendur sitja uppi á sviði og reyna að brjótast inn í tölvuna hjá hver öðrum og verjast árásum hinna um leið. Það er stigatafla á staðnum sem áhorfendur fylgjast með og svo er keppninni lýst á mannamáli. Þetta er eins og hörkuspennandi fótboltaleikur,“ segir hún og hlær.Strembin keppni Keppnin er haldin í tengslum við ráðstefnuna Nordic Security Conference sem fer fram hér á landi um þessar mundir. Á meðal ráðstefnugesta er Katie Moussouris, yfirmaður öryggismála hjá Microsoft. „Þetta verður mjög strembin keppni. Það eru til dæmis tveir erlendir hakkarar sem fljúga að utan til að taka þátt. Maður á það til að verða stressaður í svona aðstæðum og hugsa ekki jafn skýrt og alla jafna, en þetta er samt ofsalega gaman.“ Helga lauk grunnnámi í tölvunarfræði við HR síðasta vor. Lokaverkefni sitt vann hún í starfsnámi við hina virtu Fraunhofer-stofnun í Maryland í Bandaríkjunum og var verkefnið ætlað bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. „Ég sinnti rannsóknum sem notaðar eru til að prófa notendaviðmót fyrir kerfi sem NASA notar til að stjórna gervihnöttum. Það er mjög mikilvægt að það séu ekki villur í þeim kerfum,“ útskýrir hún.Nýta kunnáttuna ekki til ills Það krefst mikillar vinnu að verða fær hakkari og segist Helga hafa lært tökin á námskeiði í tölvuöryggi sem kennt er við HR. „Hver sem er getur lært að hakka ef hann nennir að leggja tíma og vinnu í það. Ég lærði að hakka á námskeiði í tölvuöryggi, hugsunin er sú að til þess að verjast þarf maður fyrst að læra að ráðast inn. En það er ætlast til þess að fólk nýti þessa kunnáttu ekki til ills.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin.
Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira