Taldi manninn látinn Karen Kjartansdóttir skrifar 18. maí 2013 18:59 Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. Þjóðþekktur handrukkari er grunaður um árásina en þolandinn hefur einnig oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa. Árásin sem átti sér stað í Breiðholti gær þótti fólskuleg. Um tugur manna umkringdi einn mann og varnaði honum undankomu á meðan einn misþyrmdi honum, meðal annars með hafnarboltakylfu sem fannst í runna skammt frá. Maðurinn er ekki í lífshættu en mjög meiddur í andliti eftir barsmíðarnar. „Ég kem um það bil sem sjúkrabíllinn er að koma og rétt næ að sjá þá setja manninn inn í bílinn. Ég hélt að hann væri nánast dáinn því hann leit svo illa út, ógeðslegur satt að segja og greinilega með mikla höfuðáverka," segir Þorsteinn Haukur Harðarson, íbúi við Ystasel." Íbúum í götunni er mjög brugðið enda árásin um hábjartan dag og urðu börn vitni að ofbeldinu og segir Þorsteinn að hann gæti þess væntanlega betur að hafa læst að sér á næstunni. „Þetta hefur nú alltaf verið mjög friðsælt hverfi og hér býr mikið af gömlu fólki. Það voru náttúrulega allir voðalega slegnir eftir þetta og stóðu út í götu og fylgdust með enda var blóð út um allt og jafnvel búið að skvettast á bíla og aðkoman bara vægast sagt slæm," segir Þorsteinn. Lögreglan handtók tvo menn á fertugsaldri skömmu eftir árásina sem höfðu sig mest í frammi en annar þeirra er þekktur handrukkari, honum var sleppt úr haldi fljótlega eftir skýrslutöku en hinn var látinn laus í dag. Þolandi árásarinnar hefur margoft komið við sögu lögreglu fyrir ofbeldisverk og var fyrir skömmu dæmdur fyrir nauðgun. Heimildir fréttastofu herma að um hefndaraðgerð vegna kynferðisbrota gegn ungri konu hafi verið um að ræða en hún hefur lagt fram kæru vegna naugðunnar eftir því sem fréttastofa kemst næst. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. Þjóðþekktur handrukkari er grunaður um árásina en þolandinn hefur einnig oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa. Árásin sem átti sér stað í Breiðholti gær þótti fólskuleg. Um tugur manna umkringdi einn mann og varnaði honum undankomu á meðan einn misþyrmdi honum, meðal annars með hafnarboltakylfu sem fannst í runna skammt frá. Maðurinn er ekki í lífshættu en mjög meiddur í andliti eftir barsmíðarnar. „Ég kem um það bil sem sjúkrabíllinn er að koma og rétt næ að sjá þá setja manninn inn í bílinn. Ég hélt að hann væri nánast dáinn því hann leit svo illa út, ógeðslegur satt að segja og greinilega með mikla höfuðáverka," segir Þorsteinn Haukur Harðarson, íbúi við Ystasel." Íbúum í götunni er mjög brugðið enda árásin um hábjartan dag og urðu börn vitni að ofbeldinu og segir Þorsteinn að hann gæti þess væntanlega betur að hafa læst að sér á næstunni. „Þetta hefur nú alltaf verið mjög friðsælt hverfi og hér býr mikið af gömlu fólki. Það voru náttúrulega allir voðalega slegnir eftir þetta og stóðu út í götu og fylgdust með enda var blóð út um allt og jafnvel búið að skvettast á bíla og aðkoman bara vægast sagt slæm," segir Þorsteinn. Lögreglan handtók tvo menn á fertugsaldri skömmu eftir árásina sem höfðu sig mest í frammi en annar þeirra er þekktur handrukkari, honum var sleppt úr haldi fljótlega eftir skýrslutöku en hinn var látinn laus í dag. Þolandi árásarinnar hefur margoft komið við sögu lögreglu fyrir ofbeldisverk og var fyrir skömmu dæmdur fyrir nauðgun. Heimildir fréttastofu herma að um hefndaraðgerð vegna kynferðisbrota gegn ungri konu hafi verið um að ræða en hún hefur lagt fram kæru vegna naugðunnar eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira