Ísland með fyrstu einkunn, -að utan! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. maí 2013 16:00 Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna. Þetta er raunar langt í frá í fyrsta sinn sem þetta er staðfest á síðustu misserum.Jöfnuður eykst Í fyrsta lagi gefur OECD Íslandi góða einkunn í nýrri úttekt um þróun jafnaðar eða ójafnaðar í aðildarríkjum stofnunarinnar. Jöfnuður er samkvæmt skýrslu OECD hvergi meiri en á Íslandi og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár öfugt við mörg önnur lönd í efnahagserfiðleikum. Á mannamáli þýðir það að íslenskum stjórnvöldum, nánar tiltekið ríkisstjórn okkar Vinstri grænna og Samfylkingar, hefur tekist að jafna byrðunum þannig að kaupmáttur hinna tekjulægri hefur varist betur en annarra gegnum þrengingarnar. Jöfnuður er hér almennt meiri en áður, færri en ella eru útsettir fyrir fátækt og félagsleg vandamál hafa ekki aukist svo merkjanlegt sé þrátt fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem landið hefur gengið í gegnum. Í velflestum kreppuhrjáðum löndum jókst ójöfnuður eftir hrun en það hefur ekki gerst á Íslandi. Ísland er því undantekning í þessu samhengi. Velferðin varin Í öðru lagi sendi breski fræðimaðurinn David Stuckler frá Cambridge-háskólanum frá sér bók sem fjallar um áhrif kreppunnar á lýðheilsuástand fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Ítarlega hefur verið fjallað um útgáfu bókarinnar og rannsóknir Stucklers í erlendum fjölmiðlum síðustu daga. Niðurstaða Stucklers er að lýðheilsu í mörgum löndum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum hefur hrakað hjá þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Athyglisvert er að Stuckler tiltekur Ísland sérstaklega sem dæmi um land þar sem vel hefur tekist til við að viðhalda góðu lýðheilsuástandi. Á Íslandi hefur aðgengi að heilbrigðisstofnunum haldist óbreytt og þjónustustigið hefur verið varið eins vel kostur var. Þessu er öfugt farið víðast hvar samkvæmt rannsóknum Stucklers. Þau lönd sem koma einna best út úr rannsóknum Stucklers eru Norðurlöndin og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Lýðheilsu hefur á hinn bóginn víða hrakað, sérstaklega nefnir Stuckler Grikkland í því sambandi en einnig hefur ástandið versnað í Bandaríkjunum og Bretlandi á allra síðustu árum. Stærsta velferðarmálið Þessir vitnisburðir að utan hljóta að gleðja mörg samtök og hópa sem bera þessi gildi fyrir brjósti, t.d. þau eða þá sem hafa nú um sinn beðið í ofvæni eftir annarri ríkisstjórn eins og forseta ASÍ. Hægri og miðjuöflin mega heldur betur standa sig vel ef þau eiga að ná því að auka hér enn jöfnuð eða gera betur hvað varðar félagslega réttláta dreifingu byrðanna. Staðreyndir, vandaðar rannsóknir og óumdeildar mælingar sem eru samanburðarhæfar milli landa tala sínu máli hvað sem allri stjórnmálaþrætu líður. Íslendingar myndu gera rétt í því að taka a.m.k. í einhverjum mæli mark á slíku ekki síður en heimatilbúnum veruleika loforðamanna og hagsmunaafla hins gamla Íslands. Hvers konar samfélag viljum við hér í landinu? Jöfnuð og jafnrétti eða græðgi sérhagsmunahópanna? Þar er efinn, ekki síst nú eftir síðustu alþingiskosningar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar