Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2013 18:51 Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira