Skálað fyrir bestu vinum Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2013 18:51 Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga. Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Sjá meira
Tveir íslenskir ráðherrar gerðu sér sérstaka ferð til Færeyja í vikunni til að þakka Færeyingum þann vinarhug sem þeir sýndu Íslendingum eftir hrunið. Ritað var undir viljayfirlýsingu í Þórshöfn um að efla samstarf frændþjóðanna, einkum á sviði orkumála og nýsköpunar. Þau Katrín Júlíusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, ráðherrar fjármála- og atvinnuvega, fengu hlýjar móttökur af hálfu Færeyinga, sem sýndu þeim nokkrar helstu perlur eyjanna, eins og Sörvogsfjörð og þorpið Böur en einnig öflug atvinnufyrirtæki eins og laxeldisstöðvar, en eldislax er orðinn verðmætasta útflutningsvara Færeyja. Í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn stóðu stjórnvöld ríkjanna í samvinnu við Færeysk-íslenska viðskiptaráðið fyrir ráðstefnu um aukið samstarf. Þar undirrituðu fjármála- og atvinnumálaráðherrar þjóðanna viljayfirlýsingu, þar sem meðal annars er hnykkt á því að kannaðir verði kostir þess að leggja raforkusæstreng milli landanna. "Og kaupa orku frá Íslandi svo við getum rafvætt samfélagið í stað þess að nota olíu," sagði Johan Dahl, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2. "Við notum um 250 þúsund tonn af olíu í Færeyjum,en það samsvarar um það bil 25% af útflutningsverðmætum okkar, - sem fara bara í að kaupa olíu," sagði færeyski ráðherrann. Kirkjubær er helsti sögustaður eyjanna og skipar álíka sess hjá Færeyingum eins og Þingvellir og Skálholt meðal Íslendinga. Þar notuðu þau Katrín og Steingrímur tækifærið og þökkuðu Færeyingum fyrir að hafa fyrstir þjóða boðið Íslendingum lán eftir bankahrunið 2008, og það án nokkurra skilyrða, en lánið var greitt upp fyrir síðustu jól. "Nú er það komið á hreint hverjir vinir okkar eru. Númer eitt eru það Færeyingar. Númer tvö, Pólverjar," sagði Steingrímur um leið og hann bað viðstadda að lyfta glösum og skála fyrir bestu vinum Íslendinga.
Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Sjá meira