Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi Guðbjartur Hannesson skrifar 7. mars 2013 06:00 Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun