Fjögur markmið fyrir meistara Marín Manda skrifar 18. október 2013 11:00 Arnaldur Birkir Konráðsson Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp á Íslandi, gefur góð ráð í meistaramánuðinum.Hreyfing „Við vitum öll að hreyfing skiptir miklu máli en fæstir gera sér grein fyrir því að einungis 20 mínútna hreyfing þrisvar í viku getur haft mjög góð áhrif á hjarta og æðakerfi, styrkt stoðkerfið og aukið líkamlegt úthald. Meistaramánuður er kjörinn til að setja sér ný markmið og takast á við nýjar áskoranir.“Mataræði „Samfélagið er uppfullt af kúrum og skyndilausnum og fáar þjóðir jafn ginnkeyptar fyrir því og við Íslendingar. Ég ráðlegg þetta: 1 - Borðaðu fjölbreytta fæðu. Forðastu sætindi, gos, snakk og unnar kjötvörur en taktu meira inn af grænmeti, ávöxtum, fiski, kjúklingi og kornvörum. 2 - Forðastu að borða seint á kvöldin. Góð regla er að bursta tennurnar strax eftir kvöldmat því þá ertu síður líkleg(ur) til að narta á kvöldin. 3 - Drekktu meira vatn. Gott er að drekka eitt til tvö vatnsglös fyrir mat því þá borðar þú ósjálfrátt minna. 4 - Borðaðu hægt. Það tekur líkamann tíma að koma þeim skilaboðum áleiðis að nú sé hann mettur. 5 - Minnkaðu skammtana. Flest okkar borða allt of mikið í einu. Góð regla er að borða oftar og forðast sveiflur í blóðsykri. 6 - Vítamín og steinefni. Nú færist veturinn yfir og þörfin fyrir vítamín eykst. Ég mæli með lýsi og góðu fjölvítamíni.“Svefn „Rannsóknir sýna okkur æ betur hvað svefninn skiptir heilsu okkar miklu máli. Lengd svefns er eitt og gæði er annað. Að sofa í sex góða tíma er mun betra en að sofa í átta tíma þar sem við vöknum tvisvar til þrisvar sinnum yfir nóttina. Eins skiptir miklu máli að sofna fyrir miðnætti svo við náum góðum djúpsvefni. Vel hvíldur líkami verður síður veikur og heldur betur einbeitingu.“Jákvæð sálfræði „Hrósaðu sjálfum þér og öðrum. Ekki tala niður til þín. Hringdu í vini og ættingja eða hreinlega sendu smáskilaboð á þá sem þér þykir vænt um. Þú getur verið viss um að þér og þeim mun líða betur.“ Heilsa Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp á Íslandi, gefur góð ráð í meistaramánuðinum.Hreyfing „Við vitum öll að hreyfing skiptir miklu máli en fæstir gera sér grein fyrir því að einungis 20 mínútna hreyfing þrisvar í viku getur haft mjög góð áhrif á hjarta og æðakerfi, styrkt stoðkerfið og aukið líkamlegt úthald. Meistaramánuður er kjörinn til að setja sér ný markmið og takast á við nýjar áskoranir.“Mataræði „Samfélagið er uppfullt af kúrum og skyndilausnum og fáar þjóðir jafn ginnkeyptar fyrir því og við Íslendingar. Ég ráðlegg þetta: 1 - Borðaðu fjölbreytta fæðu. Forðastu sætindi, gos, snakk og unnar kjötvörur en taktu meira inn af grænmeti, ávöxtum, fiski, kjúklingi og kornvörum. 2 - Forðastu að borða seint á kvöldin. Góð regla er að bursta tennurnar strax eftir kvöldmat því þá ertu síður líkleg(ur) til að narta á kvöldin. 3 - Drekktu meira vatn. Gott er að drekka eitt til tvö vatnsglös fyrir mat því þá borðar þú ósjálfrátt minna. 4 - Borðaðu hægt. Það tekur líkamann tíma að koma þeim skilaboðum áleiðis að nú sé hann mettur. 5 - Minnkaðu skammtana. Flest okkar borða allt of mikið í einu. Góð regla er að borða oftar og forðast sveiflur í blóðsykri. 6 - Vítamín og steinefni. Nú færist veturinn yfir og þörfin fyrir vítamín eykst. Ég mæli með lýsi og góðu fjölvítamíni.“Svefn „Rannsóknir sýna okkur æ betur hvað svefninn skiptir heilsu okkar miklu máli. Lengd svefns er eitt og gæði er annað. Að sofa í sex góða tíma er mun betra en að sofa í átta tíma þar sem við vöknum tvisvar til þrisvar sinnum yfir nóttina. Eins skiptir miklu máli að sofna fyrir miðnætti svo við náum góðum djúpsvefni. Vel hvíldur líkami verður síður veikur og heldur betur einbeitingu.“Jákvæð sálfræði „Hrósaðu sjálfum þér og öðrum. Ekki tala niður til þín. Hringdu í vini og ættingja eða hreinlega sendu smáskilaboð á þá sem þér þykir vænt um. Þú getur verið viss um að þér og þeim mun líða betur.“
Heilsa Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira