Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, lék ekki með Haukum í gærkvöldi gegn ÍR en hann mun vera meiddur á ökkla.
Sigurbergur meiddist í fyrri leik Hauka gegn Benfica í EHF-bikarnum um síðustu helgi.
„Í leiknum úti leit þetta ekkert sérlega vel út. Hann stekkur hátt, hefur mikinn stökkkraft svo fallið var mikið. Hann lenti á leikmanni Benfica og við höfðum áhyggjur að hann yrði frá í margar vikur. En hann er búinn að vera í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum okkar og ég held að hann verði klár á móti Akureyri í næstu viku,“ sagði Patrekur.
Haukar mæta portúgalska liðinu Benfica í síðari viðureign liðanna í EHF-bikarnum á sunnudaginn en liðið tapaði fyrri leiknum illa 34-19 út í Portúgal.
Sigurbergur er algjör lykilleikmaður í lið Hauka og hefur skorað 30 mörk í deildinni á tímabilinu.
Hafnfirðingar þurfa að vinna upp 15 marka mun á sunnudaginn.
„Það er ekki útilokað að hann verði með á móti Benfica en ekki líklegt,“ sagði Patrekur. Haukar mæta Akureyri fimmtudaginn 24. október.
Sigurbergur líklega ekki með gegn Benfica
Stefán Árni Pálssson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



