Bæði brjóstin í burtu 18. október 2013 16:00 Fjöldi stjarna hafa gengist undir tvöfalt brjóstnám. Nordicphotos/Getty Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð.Christina ApplegateAllt í lagi að gráta Leikkonan Christina Applegate gekkst undir tvöfalt brjóstnám árið 2008 eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein og stökkbreytta BRCA1-genið. „Stundum græt ég og verð mjög reið í sjálfsvorkunn minni. Ég held að það sé allt hluti af batanum og við allar sem eru að ganga í gegnum þetta vil ég segja: „Það er allt í lagi að gráta“,“ sagði hún í Good Morning America.Kathy BatesLendir alltaf á fótunum Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates gekkst undir aðgerðina í fyrra, þá 64 ára, eftir að hafa greinst með krabbamein fyrr á árinu. „Eftir langa íhugun gekkst ég undir tvöfalt brjóstnám,“ sagði hún við People. „Sem betur fer þurfti ég ekki að fara í geisla- eða lyfjameðferð. Fjölskylda mín kallar mig Kat vegna þess að ég lendi alltaf á fótunum og sem betur fer var þetta engin undantekning.“Giuliana RancicNordicphotos/gettyBrjóstahaldarinn faldi allt Sjónvarpskonan Giuliana Rancic gekkst undir aðgerðina undir lok ársins 2011. „Ég fékk skurðaðgerðarbrjóstahaldara sem földu allt saman. Fyrst vildi ég ekki horfa í spegilinn vegna þess að ég hugsaði með mér: „Mér er að batna á hverjum degi og þetta snýst um mína heilsu. Hvers vegna ætti ég að draga sjálfa mig niður með því að horfa í spegilinn“,“ sagði hún við Glamor.AnastaciaAflýsti tónleikaferðalagi Söngkonan Anastacia gekkst undir tvöfalt brjóstnám eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í annað sinn. Í yfirlýsingu til aðdáenda sinna sagðist hún vera á batavegi og „tilbúin til að hefja nýjan kafla“ í lífi sínu. Anastacia aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í febrúar eftir að hún greindist í annað sinn. Hin 45 ára söngkona náði fullum bata árið 2003 eftir að hún gekkst undir skurðaðgerð og fór í geislameðferð vegna krabbameins.Montel WilliamsFór í aðgerð fyrir mistök Spjallþáttastjórnandinn Montel Williams gekkst fyrir mistök undir tvöfalt brjóstnám þegar hann var nítján ára. Læknirinn hélt að hann væri með krabbamein í brjósti þegar hann var í raun með rifinn brjóstvöðva. „Næstu tíu árin á eftir fór ég aldrei úr bolnum vegna öranna eftir aðgerðina,“ sagði hann við Doctor Oz.Sharon Osbourne fór í tvöfalt brjóstnám.nordicphotos/gettyEkki erfið ákvörðun Eftir að Sharon Osbourne komst að því að hún væri með BRCA-krabbameinsgenið árið 2012 ákvað hún að gangast undir tvöfalt brjóstnám. „Um leið og ég komst að því að ég væri með krabbameinsgen hugsaði ég: „Líkurnar eru ekki mér í hag. Ég hef fengið krabbamein áður og ég vil ekki lifa í skugga þess. Mér fannst þetta ekki erfið ákvörðun“,“ sagði hún við Hello! Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð.Christina ApplegateAllt í lagi að gráta Leikkonan Christina Applegate gekkst undir tvöfalt brjóstnám árið 2008 eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein og stökkbreytta BRCA1-genið. „Stundum græt ég og verð mjög reið í sjálfsvorkunn minni. Ég held að það sé allt hluti af batanum og við allar sem eru að ganga í gegnum þetta vil ég segja: „Það er allt í lagi að gráta“,“ sagði hún í Good Morning America.Kathy BatesLendir alltaf á fótunum Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates gekkst undir aðgerðina í fyrra, þá 64 ára, eftir að hafa greinst með krabbamein fyrr á árinu. „Eftir langa íhugun gekkst ég undir tvöfalt brjóstnám,“ sagði hún við People. „Sem betur fer þurfti ég ekki að fara í geisla- eða lyfjameðferð. Fjölskylda mín kallar mig Kat vegna þess að ég lendi alltaf á fótunum og sem betur fer var þetta engin undantekning.“Giuliana RancicNordicphotos/gettyBrjóstahaldarinn faldi allt Sjónvarpskonan Giuliana Rancic gekkst undir aðgerðina undir lok ársins 2011. „Ég fékk skurðaðgerðarbrjóstahaldara sem földu allt saman. Fyrst vildi ég ekki horfa í spegilinn vegna þess að ég hugsaði með mér: „Mér er að batna á hverjum degi og þetta snýst um mína heilsu. Hvers vegna ætti ég að draga sjálfa mig niður með því að horfa í spegilinn“,“ sagði hún við Glamor.AnastaciaAflýsti tónleikaferðalagi Söngkonan Anastacia gekkst undir tvöfalt brjóstnám eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í annað sinn. Í yfirlýsingu til aðdáenda sinna sagðist hún vera á batavegi og „tilbúin til að hefja nýjan kafla“ í lífi sínu. Anastacia aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í febrúar eftir að hún greindist í annað sinn. Hin 45 ára söngkona náði fullum bata árið 2003 eftir að hún gekkst undir skurðaðgerð og fór í geislameðferð vegna krabbameins.Montel WilliamsFór í aðgerð fyrir mistök Spjallþáttastjórnandinn Montel Williams gekkst fyrir mistök undir tvöfalt brjóstnám þegar hann var nítján ára. Læknirinn hélt að hann væri með krabbamein í brjósti þegar hann var í raun með rifinn brjóstvöðva. „Næstu tíu árin á eftir fór ég aldrei úr bolnum vegna öranna eftir aðgerðina,“ sagði hann við Doctor Oz.Sharon Osbourne fór í tvöfalt brjóstnám.nordicphotos/gettyEkki erfið ákvörðun Eftir að Sharon Osbourne komst að því að hún væri með BRCA-krabbameinsgenið árið 2012 ákvað hún að gangast undir tvöfalt brjóstnám. „Um leið og ég komst að því að ég væri með krabbameinsgen hugsaði ég: „Líkurnar eru ekki mér í hag. Ég hef fengið krabbamein áður og ég vil ekki lifa í skugga þess. Mér fannst þetta ekki erfið ákvörðun“,“ sagði hún við Hello!
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira