Eydís semur við Elite í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. október 2013 07:00 Eydís Helena Evensen fyrirsæta gerði nýverið samning við umboðsskrifstofuna Elite í London. Skrifstofan er ein sú stærsta í heimi. mynd/benn healy „Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum. Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég skrifaði undir samninginn við Elite-skrifstofuna fyrir viku og er alsæl hérna í London,“ segir Eydís Helena Evensen fyrirsæta um samning sem hún gerði nýlega við Elite-umboðsskrifstofuna í London. Skrifstofan er ein sú virtasta í tískubransanum. Eydís Helena hefur starfað sem fyrirsæta frá því hún var sextán ára. „Ég byrjaði að vinna fyrir Elite á Íslandi þegar ég var sextán ára og hef setið fyrir víðs vegar en þó mest á Íslandi.“ Hún sat fyrir hér á landi hjá 66°Norður í fyrra og hefur undanfarið verið í prufum fyrir Burberry‘s, Topshop og Zara í London. Eydís átti upphaflega að sinna fyrirsætustarfinu í París á vegum frönsku umboðsskrifstofunnar Mademoiselle, en endaði þess í stað í London með samning við Elite. „Ég var upphaflega komin með samning við Mademoiselle-skrifstofuna í París og var á leið þangað en svo allt í einu breyttust hlutirnir og ég fór til London. Ég hitti Michelangelo Chiacchio, forstjóra Elite, í London rétt áður en ég átti að fara til Parísar og hann bauð mér að koma frekar til London,“ útskýrir hún. Elite Model Management er með 37 fyrirsætuskrifstofur víðs vegar um heim. Fyrirsætur á borð við Cindy Crawford, Gisele Bündchen, Stephanie Seymour, Adriana Lima, Alessandra Ambrosio, Tatjana Patitz og Lara Stone hafa verið á samningi hjá umboðsskrifstofunni. Eydís stundar fjarnám í píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur samhliða fyrirsætustarfinu og gaf meðal annars út geisladisk til styrktar ABC þegar hún var tólf ára gömul. „Ég hóf nám í klassískum píanóleik þegar ég var sex ára gömul og hef lokið framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Ég var líka í djassballett og í blaki hjá Stjörnunni en hætti vegna meiðsla. Núna stunda ég mest hot-jóga.“ Spurð út í framtíðaráform sín kveðst Eydís gjarnan vilja reyna fyrir sér sem fyrirsæta í Bandaríkjunum. „Það væri gaman að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum en ég sækist ekkert frekar eftir því. Annars reyni ég að lifa heilsusamlegu lífi og sinna mínu starfi eins vel og ég get,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira