Stjórnarandstæðingar söknuðu Sigmundar Davíðs Brjánn Jónasson skrifar 18. október 2013 06:15 Sigmundur Davíð hefur verið erlendis frá því á þriðjudag, en er væntanlegur til starfa um helgina. Fréttablaðið/Valli Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent