Segir Færeyjar verða stærri með göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2013 19:14 Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Þar eru engir malarvegir lengur. Og Færeyingar slá Íslendingum líka við í jarðgöngum, með nítján göngum, sem í vegalengd eru samtals 42 kílómetrar. Það er sexfalt lengra en Íslendingar hafa grafið á hvern íbúa, en tvenn göng eru undir sjó í Færeyjum og sautján í gegnum fjöll. Til samanburðar eru ellefu jarðgöng í íslenska vegakerfinu, vegalengdin er álíka og í Færeyjum, en Íslendingar eru hins vegar 6-7 sinnum fleiri. Engin toppa þó Gásadalsgöngin en þau sýndi fjármálaráðherra Færeyja stoltur tveimur íslenskum ráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur og Steingrími J. Sigfússyni, sem voru í heimsókn á dögunum. Göngin eru 1.500 metra löng og voru opnuð árið 2006 til að tengja byggð þar sem aðeins fimmtán manns bjuggu. Þegar Jörgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, er spurður hversvegna mikilvægt hafi verið talið að grafa göng til Gásadals er svarið: „Það var til þess að gera landið okkar stærra. Gásadalur hefði dáið út ef við hefðum ekki gert þetta." Jörgen segir að göngin hafi verið eina lausnin til að bjarga byggðinni í Gásadal. Nú hafi íbúum fjölgað upp í þrjátíu og göngin opni jafnframt ferðamönnum aðgang að náttúruperlu. „Ef við hugsuðum bara um hagkvæmni ættu allir Færeyingar að búa á sama stað. Helst allir í sama húsi með eina rotþrot. En það viljum við ekki. Við viljum hafa stórt land. Þá er þessi perla of góð til að gleymast, sérstaklega ef við hugsum um ferðaþjónustu." En Færeyingar eru hvergir nærri hættir jarðgangagerð. Fimm göng til viðbótar eru á teikniborðinu, upp á samtals 45 kílómetra.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira