Innlent

Tilkynning frá Frjálsu Falli

Skýjafar eða vindur átti engan þátt í fallhlífastökksslysi í Flórída í Bandaríkjunum í gær þegar tveir Íslendingar létu lífið.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fallhlífastökksfélagið Frjálst Fall sendi frá sér síðdegis. Hana má sjá hér fyrir neðan.

Tilkynningin

Efni: Dauðsfall 2 íslenskra fallhlífastökkvara í Zephyrhills 2013

Fallhlífastökksfélagið Frjálst Fall er í árlegri kennsluferð til Flórída. Í þessari ferð er samankomin hópur Íslendinga til að stunda og læra fallhlífastökk.

Sá hræðilegi atburður átti sér stað í gær laugardaginn 23. mars að 2 íslenskir fallhlífastökkvarar létu lífið. Um er að ræða kennara og hins vegar nemanda sem var í sínu sjöunda fallhlífastökki.

Eins og er þá er lítið hægt að segja til um orsakir þessa hræðilega slyss en öll rannsókn þess er í höndum lögreglu og viðkomandi yfirvalda hér í Flórida.

Við viljum leiðrétta þann misskilning sem við höfum orðið vör við í fréttaflutningi um þennan atburð sem fellst í að skýjafar eða vindur hafi átt þátt í þessu slysi. Um borð í sömu flugvél var annað par kennara og nemenda sem átti fullkomið stökk án þess að veður hafi haft áhrif, sama má segja um aðra stökkvara sem voru um borð.

Hópurinn er í nánu sambandi við nánustu ættingja um úrvinnslu og næstu skref.

Við vottum öllum aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Fallhlífastökksfélagið Frjálst Fall


Tengdar fréttir

Fallhlífarnar opnuðust ekki

T.K. Hayes, annar af eigendum Skydive City, staðfesti við fréttastofu síðdegis að aðalfallhlífar Íslendinganna tveggja sem létust í Flórída í gær hefðu ekki opnast.

Voru í sínu þriðja stökki

Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×