Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-21 | Mosfellingar fallnir Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2013 19:00 Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Valur vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deild karla, 25-21, og heldur sæti sínu í deildinni í bili í það minnsta en Afturelding er fallin. Frábær leikur sem bauð uppá allt en Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, var frábær í fyrri hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum. Jóhann Jóhannsson var stórkostlegur fyrir gestina og gerði níu mörk. Leikurinn byrjaði með miklum látum og gríðarlega barátta var í báðum liðum. Það sauð oft á tíðum upp úr á fyrstu mínútunum og lá við slagsmálum. Afturelding byrjaði leikinn betur og komst í 2-0 en Valsmenn skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Valsmenn fóru þá loks í gang og sóknarleikur þeirra fór að smella saman. Þegar þrettán mínútur voru eftir var staðan er orðin 7-5 fyrir heimamenn. Valsmenn voru magnaðir í sinni framliggjandi vörn og leikmenn Aftureldingar vissu oft á tíðum ekkert hvernig bregðast átti við. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum 12-8. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-11 eftir að gestirnir gáfu í á lokaspretti hálfleiksins. Afturelding byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu strax metin í 13-13. Þá fóru Valsmenn aftur í gang og komust fljótlega eftir það aftur tveimur mörkum yfir, 15-13. Leikurinn var spennandi alveg til enda en Valsmenn alltaf einu skrefi á undan. Frábær varnarleikur gerði gæfumuninn fyrir Val en honum lauk með sigri heimamanna 25-21. Lárus Helgi: Ótrúlegur varnarleikur í kvöld„Þetta er frábært," sagði Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Vals, sáttur að leikslokum. „Nú er bara framundan þetta umspil og við verðum klárið í þann slag. Við erum alls ekkert að fara slaka á núna, við höfum séð þessi 1. deildarlið fara virkilega illa með nokkur lið í N1-deildinni." „Það var gríðarleg barátta í leiknum og maður hugsaði til að byrja með hvað myndu mörg rauð spjöld fara á loft í kvöld." „Þessi vörn hefur verið mögnuð hjá okkur eftir áramót og frammistaða strákana í hjarta varnarinnar var með ólíkindum í kvöld." Lárus Helgi skoraði síðasta mark leiksins í kvöld, yfir allan völlinn og fagnaði gríðarlega. „Maður var að setja einn mark í kvöld. Davíð Svansson (markvörður Aftureldingar) hefur áður skorað gegn mér og ég varð að klína boltanum í netið í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Fannar: Leikurinn í kvöld var aðal hindrunin„Það sem lagði grunninn að þessum sigri var klárlega þéttur varnarleikur," sagði Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við ætluðum að mæta dýrvitlausir alveg frá byrjun og leggja strax línurnar. Það tókst svona líka vel og við gáfum ekkert eftir alveg til enda." „Við vorum kannski smávegis í vandræðum sóknarlega til að byrja með en fyrir utan það fannst mér við hafa þennan leik alltaf." „Þetta er búið að vera skrítin vetur og liðið hefur gengið í gegnum margt. Þjálfarinn er látinn fara og nýir leikmenn koma inn í hópinn. Við vorum oft á tíðum rosalega langt niðri andlega en markmiðið hafðist og við ætlum okkur að vera í efstu deild að ári." „Nú tekur við umspil sem ég óttast ekkert og tel að við séum með mun betra lið en öll hin liðin í þessu umspili. Aðalhindrunin var í kvöld og við stóðumst hana."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Myndir / Vilhelm Gunnarsson
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira