Elsku bestu Reykvíkingar BIN-hópurinn skrifar 12. júní 2013 08:52 Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun