Innlent

Erpur, David James og Steindi Jr. í golfmóti Hemma

Jakob Bjarnar skrifar
Fjölmargir frægðarinnar gosar golfa til góðs með Hermanni Hreiðarssyni.
Fjölmargir frægðarinnar gosar golfa til góðs með Hermanni Hreiðarssyni.
Herminator Invitational boðsmótið í golfi fer fram laugardaginn 15. júní hjá golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Herminator Invitational golfmótið hefur eitt markmið, að golfa til góðs undir forystu Hermanns Hreiðarssonar þar sem ýmsar stjörnur leiða saman hesta sína í góðgerðaskyni," segir í tilkynningu frá útvarpsmanninum og golfrömuðinum Siggi Hlö. Og hann boðar að fjölmargir frægðarinnar gosar golfi til góðs: Með Heiðari í för verður David James fyrrum markvörður enska landsliðsins í knattspyrnu, Steindi Jr, Erpur Eyvindarson og þarna koma líka fyrrum knattspyrnumenn ásamt leikurum og þekktu fólki úr viðskiptalífinu.

Mótið hefur verið haldið í núverandi síðan 2009 og Stöð 2 Sport gerir sérstakan þátt um mótið. Um kvöldið fer svo fram herrakvöld Herminator Invitiational í Iðusölum í Lækjargötu Reykjavík. Þar fer fram hátíðarkvöldverður, verðlaunaafhending, uppboð og almenn fíflalæti. Uppselt er á mótið sjálft en það eru til miðar á herrakvöldið og kl. 23 gefst almenningi kostur á að koma og skemmta sér í Iðusölum, segir Siggi Hlö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×