Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum 8. mars 2013 16:09 Hér er mynd af bollunni sem fjölskyldan á Seyðisfirði keypti. Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum gúmmíhanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. Fyrirtækið komst í fréttirnar á dögunum eftir að Matvælastofnun gaf út að það hefði ekki verið neitt kjöt í nautabökum sem fyrirtækið framleiddi, auk þess sem það vantaði nautakjöt í ítölsku kjötbollurnar. Það var örfáum dögum eftir að hvíti hanskinn fannst í einni bollu á Seyðisfirði. Dóttir konunnar var með henni þegar elda átti bollurnar. „Við vorum að fara að setja matinn inn í ofn þegar við tókum eftir því að eitthvað stóð upp úr bollunni," segir óánægði neytandinn og bætir við að hún hafi hringt í fyrirtækið eftir að bróðir hennar kvartaði. Konan segist hafa hringt aftur þar sem fyrirtækið hafi lofað að hringja aftur í bróður hennar en ekki staðið við það. „Þegar ég hringdi svaraði kona sem sagði að sér þætti mjög leitt. Hún hringdi svo skömmu síðar aftur í mig og sagði mér að kona sem hefði verið nýbyrjuð að vinna þarna hefði verið með hvítan hanska en ekki bláan," segir dóttirin. Spurð hvaða máli litur hanskans hafi skipt svara hún: „Hann átti víst að vera sterkari þessi blái." Neytandinn segir að sér hafi þótt næstu svör fyrirtækisins undarleg. Þannig var því haldið fram í samtali við hana að það hefði verið kappkostað að hreinsa kjötið almennilega, það er að segja að fjarlægja tægjurnar úr kjötinu. „Það virðist þó ekki hafa tekist betur en þetta," segir neytandinn en fjölskyldan tók mynd af bollunni sem þau geyma enn inni í frysti ásamt pakkningunni. Hún segir fjölskylduna þó hafa borðað hinar bollurnar, enginn hvítur hanski fannst í þeim. Spurð hvort þau hafi keypt annan pakka af bollunum hlær konan og svara neitandi. „Mér fannst þetta nú frekar ógeðslegt," útskýrir hún svo. Þegar haft var samband við Magnús Nielsson, eiganda Gæðakokka á Borgarnesi, sagðist hann ekki vilja tjá sig við fjölmiðla þar sem þeir hefðu hingað til slitið orð hans úr samhengi og komið sjónarmiðum hans með brengluðum hætti á framfæri. Eins og fram kom í fréttum í lok febrúar lagði framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi yrðu kærðir fyrir brot á matvælalögum. Þá fordæmdi framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna það harkalega hvernig matvörur væru ranglega merktar. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum gúmmíhanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. Fyrirtækið komst í fréttirnar á dögunum eftir að Matvælastofnun gaf út að það hefði ekki verið neitt kjöt í nautabökum sem fyrirtækið framleiddi, auk þess sem það vantaði nautakjöt í ítölsku kjötbollurnar. Það var örfáum dögum eftir að hvíti hanskinn fannst í einni bollu á Seyðisfirði. Dóttir konunnar var með henni þegar elda átti bollurnar. „Við vorum að fara að setja matinn inn í ofn þegar við tókum eftir því að eitthvað stóð upp úr bollunni," segir óánægði neytandinn og bætir við að hún hafi hringt í fyrirtækið eftir að bróðir hennar kvartaði. Konan segist hafa hringt aftur þar sem fyrirtækið hafi lofað að hringja aftur í bróður hennar en ekki staðið við það. „Þegar ég hringdi svaraði kona sem sagði að sér þætti mjög leitt. Hún hringdi svo skömmu síðar aftur í mig og sagði mér að kona sem hefði verið nýbyrjuð að vinna þarna hefði verið með hvítan hanska en ekki bláan," segir dóttirin. Spurð hvaða máli litur hanskans hafi skipt svara hún: „Hann átti víst að vera sterkari þessi blái." Neytandinn segir að sér hafi þótt næstu svör fyrirtækisins undarleg. Þannig var því haldið fram í samtali við hana að það hefði verið kappkostað að hreinsa kjötið almennilega, það er að segja að fjarlægja tægjurnar úr kjötinu. „Það virðist þó ekki hafa tekist betur en þetta," segir neytandinn en fjölskyldan tók mynd af bollunni sem þau geyma enn inni í frysti ásamt pakkningunni. Hún segir fjölskylduna þó hafa borðað hinar bollurnar, enginn hvítur hanski fannst í þeim. Spurð hvort þau hafi keypt annan pakka af bollunum hlær konan og svara neitandi. „Mér fannst þetta nú frekar ógeðslegt," útskýrir hún svo. Þegar haft var samband við Magnús Nielsson, eiganda Gæðakokka á Borgarnesi, sagðist hann ekki vilja tjá sig við fjölmiðla þar sem þeir hefðu hingað til slitið orð hans úr samhengi og komið sjónarmiðum hans með brengluðum hætti á framfæri. Eins og fram kom í fréttum í lok febrúar lagði framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi yrðu kærðir fyrir brot á matvælalögum. Þá fordæmdi framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna það harkalega hvernig matvörur væru ranglega merktar.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira