EVE Online í MoMa - "Markmiðið var aldrei að skapa list“ 8. mars 2013 15:08 Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt." Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt."
Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira