Lífið

Laddi mjög persónulegur

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu fyrir einleikinn Laddi lengir lífið sem frumsýndur verður í Hörpu 5. apríl. Um er að ræða frumsamið efni sem er enn í mótun þannig að enn er verkið að smella saman og verða til.



Bæði fyndið og persónulegt

"Við skemmtum okkur ótrúlega vel að horfa á þetta þannig að vonandi munu áhorfendur gera það lika. Þetta er rosalega fyndið en þarna er alvöru drama líka. Laddi er mjög persónulegur og hreinskilinn. Við höfum ekki við að bæta við sýningum. Nú er búið að færa sýninguna í stærri sal," segir Ísleifur Þórhallsson einn af framleiðendum spurður um verkið.

Rainer ljósamaður, Þorvaldur Bjarni sem sér um tónlist og hljóðhönnun, Denni smíðar sviðsmyndina, Ísi og Beggi framleiðendur, Þórhallur sonur Ladda er allsherjar aðstoðarmaður. Kalli handritshöfundur, Laddi sjálfur og Siggi Sigurjóns leikstjóri. Það vantar Egil Eðvars hönnuð á myndina.
Sjá meira um sýningu Ladda hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.