Lífið

Íslandsvinur lagður inn á spítala

Jake Gyllenhaal hefur þurft að grenna sig talsvert fyrir hlutverk í kvikmyndinni Nightcrawler
Jake Gyllenhaal hefur þurft að grenna sig talsvert fyrir hlutverk í kvikmyndinni Nightcrawler AFP/NordicPhotos
Jake Gyllenhaal var lagður inn á spítala fyrr í vikunni eftir að hafa kýlt spegil við tökur á kvikmyndinni Nightcrawler í Los Angeles.

Leikarinn og Íslandsvinurinn var við tökur þegar slysið átti sér stað og atriðið sem var verið að skjóta er með þeim ákafari í myndinni. Hann meiddist á hönd og var sendur til frekari aðhlynningar.

Í atriðinu lítur Jake í spegil og kýlir í gegnum hann í bræðiskasti. Gyllenhaal virðist hafa lifað sig vel inn í karakterinn, sem fór ekki betur en svo.

Gyllenhaal, sem er þrjátíu og tveggja ára, þurfti að láta sauma nokkur spor en sneri aftur í vinnuna nokkrum klukkutímum síðar.

Leikarinn er þekktur fyrir að lifa sig inn í hlutverk sín, en hann er nú á ströngu mataræði til þess að missa tíu kíló fyrir hlutverk sitt í Nightcrawler, þar sem hann kemur til með að leika blaðamann sem sérhæfir sig í glæpum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.