Drottning fékk sér að reykja í Hörpu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2013 13:35 Halldór Guðmundsson kunni sig þegar hann tók á móti Danadrottningu í Hörpu og bauð fram konunglegan öskubakka. Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira