Myglusveppur í ráðuneyti velferðarmála Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Velferðarráðuneytið Myglusveppur plagar hluta velferðarráðuneytisins, sem er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Undir ráðuneytið heyra bæði heilbrigðisráðherra og ráðherra félags- og húsnæðismála. „Framkvæmdir vegna þessa standa yfir,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hluti starfsfólks hefur á meðan verið fluttur og fengið aðstöðu í húsnæði Stjórnarráðsins í Skuggasundi. Síðasta vor segir Margrét hafa þurft að taka í gegn skrifstofugang á þriðju hæð ráðuneytisins vegna myglusvepps. Á ganginum eru tólf skrifstofur og hafði hluti starfsfólks fundið fyrir óþægindum. Rannsókn staðfesti svo grun um myglusvepp. Þá tóku framkvæmdir tæpa þrjá mánuði.Margrét Erlendsdóttir„Í haust vaknaði svo grunur um að myglusveppur leyndist víðar í skrifstofuhúsnæði á þriðju hæðinni og var það staðfest með frekari rannsókn,“ segir Margrét. Því hafi verið ráðist í úrbætur að nýju og taki framkvæmdirnar, sem séu i tveimur áföngum, til sextán skrifstofa auk fundaaðstöðu. „Fyrri hluti framkvæmdanna er langt kominn,“ segir Margrét. Faxaflóahafnir eiga húsið og annast framkvæmdir. Að sögn Margétar leiddi könnun í ljós að fjarvistir starfsfólks vegna veikinda séu ekki meiri en þær hafi verið síðustu ár, en bornir voru saman veikindadagar frá hausti 2011 til 2012 og frá hausti 2012 til 2013. „Því er hins vegar vandsvarað hvaða áhrif myglusveppurinn hefur á heilsu fólks og fjöldi veikindadaga veitir ekki skýr svör við því.“ Margrét segir líka ljóst að fólk sé misnæmt fyrir sveppinum, meðan sumir finni fyrir einkennum kenni aðrir sér einskis meins.Myglusveppur í skúmaskotiHvar má búast við myglusveppi í húsum?Myglusveppur getur komið upp í húsnæði þar sem raki kemst inn eða vatn lekur. „Yfirleitt fær þetta ekki að grassera,“ segir Vigfús Halldórsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Fasteignum Ríkissjóðs. Svona mál geti þó ávallt komið upp í eldri húsum. „Fyrsta skrefið er að koma í veg fyrir lekann, hvort sem hann er í lögnum eða kemur að utan. Svo þarf að hreinsa upp þann svepp sem kominn er.“ Í slæmum tilfellum segir Vigfús að skipta þurfi um gólfefni þar sem sveppur hefur komist undir og eins sé slæmt ef smit hefur komist í gipsplötur í veggjum. Í heilu timbri sé hins vegar hægt að pússa sig niður úr sýkingunni. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Myglusveppur plagar hluta velferðarráðuneytisins, sem er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Undir ráðuneytið heyra bæði heilbrigðisráðherra og ráðherra félags- og húsnæðismála. „Framkvæmdir vegna þessa standa yfir,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hluti starfsfólks hefur á meðan verið fluttur og fengið aðstöðu í húsnæði Stjórnarráðsins í Skuggasundi. Síðasta vor segir Margrét hafa þurft að taka í gegn skrifstofugang á þriðju hæð ráðuneytisins vegna myglusvepps. Á ganginum eru tólf skrifstofur og hafði hluti starfsfólks fundið fyrir óþægindum. Rannsókn staðfesti svo grun um myglusvepp. Þá tóku framkvæmdir tæpa þrjá mánuði.Margrét Erlendsdóttir„Í haust vaknaði svo grunur um að myglusveppur leyndist víðar í skrifstofuhúsnæði á þriðju hæðinni og var það staðfest með frekari rannsókn,“ segir Margrét. Því hafi verið ráðist í úrbætur að nýju og taki framkvæmdirnar, sem séu i tveimur áföngum, til sextán skrifstofa auk fundaaðstöðu. „Fyrri hluti framkvæmdanna er langt kominn,“ segir Margrét. Faxaflóahafnir eiga húsið og annast framkvæmdir. Að sögn Margétar leiddi könnun í ljós að fjarvistir starfsfólks vegna veikinda séu ekki meiri en þær hafi verið síðustu ár, en bornir voru saman veikindadagar frá hausti 2011 til 2012 og frá hausti 2012 til 2013. „Því er hins vegar vandsvarað hvaða áhrif myglusveppurinn hefur á heilsu fólks og fjöldi veikindadaga veitir ekki skýr svör við því.“ Margrét segir líka ljóst að fólk sé misnæmt fyrir sveppinum, meðan sumir finni fyrir einkennum kenni aðrir sér einskis meins.Myglusveppur í skúmaskotiHvar má búast við myglusveppi í húsum?Myglusveppur getur komið upp í húsnæði þar sem raki kemst inn eða vatn lekur. „Yfirleitt fær þetta ekki að grassera,“ segir Vigfús Halldórsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Fasteignum Ríkissjóðs. Svona mál geti þó ávallt komið upp í eldri húsum. „Fyrsta skrefið er að koma í veg fyrir lekann, hvort sem hann er í lögnum eða kemur að utan. Svo þarf að hreinsa upp þann svepp sem kominn er.“ Í slæmum tilfellum segir Vigfús að skipta þurfi um gólfefni þar sem sveppur hefur komist undir og eins sé slæmt ef smit hefur komist í gipsplötur í veggjum. Í heilu timbri sé hins vegar hægt að pússa sig niður úr sýkingunni.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira