Lífeyrissjóðir í skotlínu Samkeppniseftirlitsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Páll Gunnar Pálsson á fundi. Viðskiptaráð, SA, ASÍ og Landssamtök lífeyrissjóða standa í dag fyrir fundi um stöðu lífeyrirssjóða í atvinnulífinu, hluthafastefnu þeirra og mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni. Fréttablaðið/Anton Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu beint sjónum sínum að eignarhaldi lífeyrissjóða á atvinnufyrirtækjum, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Á morgunverðarfundi um lífeyrissjóði og íslenskt atvinnulíf sem fram fer í dag segist Páll Gunnar munu leggja fram sjónarmið eftirlitsins um hvað beri að varast og segist vonast eftir gagnlegri umræðu. Að fundinum standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Landssamtök lífeyrissjóða. Páll Gunnar bendir á að í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan,“ sé vakin athygli á því að hér sé að myndast óskýrt eignarhald á fyrirtækjum. „Við vísum til þess að þótt bankarnir hafi minnkað hlut sinn fyrirtækjum, eru þeir enn með mikil ítök. Samhliða hefur eignarhlutur lífeyrisjsjóða aukist,“ segir hann. Þótt þátttaka lífeyrissjóða sé í sjálfu sér ekki óeðlileg liggi vandinn í gríðarlegu vægi þeirra í núverandi og fyrirsjáanlegu eignarhaldi á fyrirtækjum. „Í mörgum tilvikum munu nokkrir lífeyrissjóðir fara samanlagt með meirihluta hlutafjár í mikilvægum samkeppnisfyrirtækjum.“ Ekki liggi í eðli lífeyrissjóða að reka fyrirtæki og því sé eignarhald þeirra almennt áhrifalítið og eigendaaðhald óskýrt. Staðan verði svo enn óskýrari þegar horft sé til þess að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í gegnum sjóði með aðkomu viðskiptabanka, sem oft á tíðum eigi einnig sjálfir hlut í viðkomandi fyrirtæki og hafi þar að auki margs konar hagsmuni af rekstri þess. „Afleiðingin af öllu þessu getur orðið sú að eignarhald mikilvægra atvinnufyrirtækja verði ógagnsætt, meðal annars að því leyti að það verður ekki ljóst hvort og þá hver fer með ferðina eða hvernig eigendaaðhaldi er beitt,“ segir Páll Gunnar. „Þetta skapar hættu á því að atvinnufyrirtæki njóti ekki eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkomandi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Allt geti þetta dregið úr samkeppni og þar með framleiðni í íslensku hagkerfi. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í dag er Peter Lundkvist, yfirmaður stjórnarhátta hjá AP3 lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa samtök viðskipta og atvinnulífs áhuga á því að lífeyrissjóðir setji sér reglur um stjórnarhætti og gagnsæi svipaðar og séu í Svíþjóð og hjá Norska olíusjóðnum.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira