Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar björguðu stigi Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2013 18:11 Fram og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í níundu umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Jordan Halsman gerði mark Fram í leiknum en það var Olgeir Sigurgeirsson sem jafnaði metin fyrir Blika rétt fyrir leikslok. Heimamenn voru mikið mun betri aðilinn til að byrja með og komu ákveðnir til leiks. Strax eftir tíu mínútna leik prjónaði Steven Lennon, leikmaður Fram, sig í gegn og náði góðu skoti að marki en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel. Tíu mínútum síðar var Lennon aftur á ferðinni með skot fyrir utan vítateigs og aftur varði Gunnleifur. Blikar náðu alls ekki að setja mark sitt á leikinn í hálfleiknum og fengu ekki eitt einasta færi. Liðið var hugmyndasnautt í sóknarleik sínum og leikmenn liðsins létu spilamennskuna oft fara vel í taugarnar á sér. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af honum. Hann komst þá einn gegn Gunnleifi, fór laglega framhjá honum en skot hans í hliðarnetið fyrir framan opið markið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum skoruðu þeir bláklæddu fyrsta markið en þar var á ferðinni Skotinn Jordan Halsman. Hann klíndi boltanum í netið með flottu skoti rétt utan vítateigslínunnar. Halsman fékk langan tíma til að athafna sig og nýtti sér það vel. Staðan var 1-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að endurskoða sinn leik, alveg frá a til ö. Breiðabilk kom sterkara til leiks í síðari hálfleik og var greinilega búið að endurskipuleggja sig. Tómas Óli Garðarsson kom inn á af bekknum og setti strax svip sinn á leikinn. Blikar voru samt sem áður í vandræðum að koma boltanum í netið þrátt fyrir frábær færi. Framarar voru skipulagðir og héldu alltaf í sinn leikstíl. Blikar neituðu samt sem áður að gefast upp og náðu að lokum að jafna metin þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Varamaðurinn Olgeir Sigurgeirsson vippaði boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Ríkharður: Við áttum að klára leikinn í fyrri hálfleik „Þetta var leikur sem var í raun spilaður á eitt mark í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir jafnteflið í kvöld. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og stjórnuðum gjörsamlega leiknum. Við hefðum í raun bara átt að gera fleiri mörk þá.“ „Ég er alls ekki sáttur við leik okkar í þeim síðari og það riðlaðist mikið leikskipulag okkur í hálfleiknum þegar við þurftum að gera breytingu á okkar liði.“ Almarr Ormarsson var tekinn af velli í hálfleiknum vegna meiðsla. „Við vorum í raun heppnir að fara með eitt stig frá þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikurinn þróaðist hjá okkur.“ „Ég myndi vilja vera með fleiri stig í deildinni en það er stígandi í okkar leik sem er mikilvægt.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ríkharð hér að ofan. Ólafur: Vorum staðir og hugmyndasnauðir„Við vorum agalegir í fyrri hálfleiknum og ræddum einfaldlega um það að mæta til leiks í hálfleiknum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Framarar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og við gátum hreinlega ekki neitt. Þegar við fengum boltann vorum við staðir og hugmyndasnauðir og það gekk ekkert upp.“ „Í seinni hálfleiknum er allt annar taktur í liðinu og ég var virkilega ánægður með leik okkar síðustu 45 mínútur leiksins.“ Kristinn Jónsson gerði mark undir blálok leiksins sem var dæmt af. „Mér finnst það ekki atvik sem við þurfum að ræða eftir leik. Dómarinn metur að það sé brotið á markverðinu, Framarar sammála honum og við eflaust ósammála. Þetta snýst aldrei um óheppni í fótbolta, oftast er þetta bara skortur á einbeitingu.“Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Fram og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í níundu umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli í kvöld. Jordan Halsman gerði mark Fram í leiknum en það var Olgeir Sigurgeirsson sem jafnaði metin fyrir Blika rétt fyrir leikslok. Heimamenn voru mikið mun betri aðilinn til að byrja með og komu ákveðnir til leiks. Strax eftir tíu mínútna leik prjónaði Steven Lennon, leikmaður Fram, sig í gegn og náði góðu skoti að marki en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel. Tíu mínútum síðar var Lennon aftur á ferðinni með skot fyrir utan vítateigs og aftur varði Gunnleifur. Blikar náðu alls ekki að setja mark sitt á leikinn í hálfleiknum og fengu ekki eitt einasta færi. Liðið var hugmyndasnautt í sóknarleik sínum og leikmenn liðsins létu spilamennskuna oft fara vel í taugarnar á sér. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af honum. Hann komst þá einn gegn Gunnleifi, fór laglega framhjá honum en skot hans í hliðarnetið fyrir framan opið markið. Þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum skoruðu þeir bláklæddu fyrsta markið en þar var á ferðinni Skotinn Jordan Halsman. Hann klíndi boltanum í netið með flottu skoti rétt utan vítateigslínunnar. Halsman fékk langan tíma til að athafna sig og nýtti sér það vel. Staðan var 1-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að endurskoða sinn leik, alveg frá a til ö. Breiðabilk kom sterkara til leiks í síðari hálfleik og var greinilega búið að endurskipuleggja sig. Tómas Óli Garðarsson kom inn á af bekknum og setti strax svip sinn á leikinn. Blikar voru samt sem áður í vandræðum að koma boltanum í netið þrátt fyrir frábær færi. Framarar voru skipulagðir og héldu alltaf í sinn leikstíl. Blikar neituðu samt sem áður að gefast upp og náðu að lokum að jafna metin þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Varamaðurinn Olgeir Sigurgeirsson vippaði boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Ríkharður: Við áttum að klára leikinn í fyrri hálfleik „Þetta var leikur sem var í raun spilaður á eitt mark í fyrri hálfleiknum,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir jafnteflið í kvöld. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og stjórnuðum gjörsamlega leiknum. Við hefðum í raun bara átt að gera fleiri mörk þá.“ „Ég er alls ekki sáttur við leik okkar í þeim síðari og það riðlaðist mikið leikskipulag okkur í hálfleiknum þegar við þurftum að gera breytingu á okkar liði.“ Almarr Ormarsson var tekinn af velli í hálfleiknum vegna meiðsla. „Við vorum í raun heppnir að fara með eitt stig frá þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikurinn þróaðist hjá okkur.“ „Ég myndi vilja vera með fleiri stig í deildinni en það er stígandi í okkar leik sem er mikilvægt.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ríkharð hér að ofan. Ólafur: Vorum staðir og hugmyndasnauðir„Við vorum agalegir í fyrri hálfleiknum og ræddum einfaldlega um það að mæta til leiks í hálfleiknum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. „Framarar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og við gátum hreinlega ekki neitt. Þegar við fengum boltann vorum við staðir og hugmyndasnauðir og það gekk ekkert upp.“ „Í seinni hálfleiknum er allt annar taktur í liðinu og ég var virkilega ánægður með leik okkar síðustu 45 mínútur leiksins.“ Kristinn Jónsson gerði mark undir blálok leiksins sem var dæmt af. „Mér finnst það ekki atvik sem við þurfum að ræða eftir leik. Dómarinn metur að það sé brotið á markverðinu, Framarar sammála honum og við eflaust ósammála. Þetta snýst aldrei um óheppni í fótbolta, oftast er þetta bara skortur á einbeitingu.“Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira