Íslenski boltinn

Þetta var klárt brot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, tekur fyrir að hann hafi verið að reyna að fiska KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson út af.

Þetta skrifar hann á Twitter-síðu sína í kvöld en Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, gaf honum áminningu fyrir leikaraskap eftir viðskipti sín við Brynjar Björn Gunnarsson.

Brynjar Björn var á gulu spjaldi og heimamenn vildu meina að hann hefði átt skilið að fá rautt fyrir brotið.

„Alltaf voða solid að segja ad eg sé þekktur fyrir að henda mér niður,“ skrifaði Viðar um ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR.

„Brynjar björn var byrjaður að labba útaf hvad segir það okkur?“

„Dómarinn sagdi ad eg hafi verid ad reyna ad fiska BB útaf. Og sast kannski best í pepsi mörkunum ad þetta var klárt brot. Óskiljanlegt.“

Nánari umfjöllun um leikinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×