Niðurlægir, móðgar og særir grannar konur Ellý Ármanns skrifar 30. júní 2013 10:30 Hér má lesa pistil sem Tinna skrifar á vefsvæðið Freyjurnar sem ber yfirskriftina Mjónufordómar. Við fengum leyfi til að birta þessa frábæru hugleiðingu sem höfundur skrifar út frá einni mynd - sem sjá má hér.Pistillinn í heild sinni: Nýlega sá ég þessa mynd á Facebook. Hún gerði mig mjög pirraða. Það fyrsta sem ég og örugglega flestir sem skoða þessa mynd, lesa út úr þessu er það að mjóar konur eru ekki alvöru konur af því að enginn vill þær nema hundar. Alvöru mennirnir vilja mjúku konurnar, þessar sem eru með eitthvað til að klípa í. Þessi mynd er liður í því að láta konum líða vel með sjálfar sig þó þær séu ekki í stærð 0. En það er ekki það sem þessi mynd gerir. Jú, kannski, upp að vissu marki en vitiði hvað þessi mynd gerir meira? Hún niðurlægir, móðgar og særir grannar konur. Sjáiði til, það eru til margar gerðir af konum. Sumar konur eru feitar, sumar konur eru mjúkar, sumar konur eru með stór brjóst, sumar konur eru dökkhærðar og – sumar konur eru mjóar. Og það er bara hreinlega allt í lagi.Mjónufordómar er pistill sem þú ættir að gefa þér tíma til að lesa.Ég styð það að allir leiði það líf sem þeir vilja Ég styð heilshugar það átak að konum eigi að líða vel í öllum stærðum. Ég styð það að úthúða „fitu skömm“ (e. fat shaming). Ég styð það að sumar konur eru feitari en aðrar. Ég styð það að allir leiði það líf sem þeir vilja og vona að allir séu nokkurnveginn heilsusamlegir. Ég vil og vona að engin kona sé með átröskun, hvort sem það er búlimía eða ofát. Ég vil ekki að konur finni fyrir pressu til að vera mjóar. Ég er akkúratt svona kona sem telst vera „mjúk kona“. Þessi mynd ætti í raun bara alveg að höfða til mín, alvöru karlmenn vilja mig! Frábært! En nei, lífið snýst víst ekki bara um mig og mína stærð. Ég hef þekkt konur sem eru grannar og geta ekkert af því gert. Þær eru hreinlega smábeinóttar og nettar. Þær fitna bara ekki, þær hafa hraðari brennslu. Ég hef þekkt konur sem VILJA geta fitnað, ekkert endilega til að vera feitar, en þeim finnst þær of grannar. Já, það er til! Það er til að finnast maður of grannur! Þessi mynd niðurlægir akkúratt þessar konur. Ég þekki líka konur sem hafa farið í ræktina, misst einhver kíló, bætt á sig vöðvamassa og líta ofboðslega vel út og eru rosalega ánægðar með sig. Eru þær minni konur af því að þær ákveða að þær vilji vera grennri, með svona eða hinsegin mikið af vöðvum? Eru þær minni konur? Hvernig ætli „mjúku konurnar“ myndu bregðast við ef að mynd af mjórri konu kæmi og á henni stæði „Alvöru karlmenn vilja ekki þurfa að leita að‘enni“ eða „Mjóar konur eru fallegar… alvöru karlmenn vilja súpermódel“? Ég held að margar, sem deildu þessari mynd, yrðu brjálaðar! Brjálaðar yfir því að það væri verið að ráðast á þeirra stærð, niðurlægja þær og móðga! „Líkams skömm“ (e. body shaming) gengur nefnilega í allar áttir. Hún gengur á mjóar konur, feitar konur, hávaxnar konur, lágvaxnar konur… allar konur. Konur eru nefnilega ennþá, á 21. öldinni, verðmetnar út frá útliti þeirra. Sko ég er ekki að segja að útlit skipti ekki máli, það gerir það svo sannarlega. Snyrtimennska, hreinleiki og framkoma skiptir svo sannarlega máli. Og útlitið skiptir vitaskuld máli þegar kemur að því að velja sér maka en málið er að það vilja ekki ALLIR mjóar konur eða ALLIR mjúkar konur eða feitar konur eða stórar eða litlar eða eða eða… Við höfum víst ekki öll sama smekk á útliti, sem betur fer! Ég lenti í smá umræðum í framhaldi af þessari mynd. Fólki fannst þetta afar saklaust. Kannski er þessi eina mynd, ein og sér, pínulítið saklaus. En menningin sem stendur á bakvið þessa mynd er það ekki. Þessi menning, þessi skömm, er ofboðslega stór svartur blettur á mannkyninu. Ef við berjumst ekki gegn litlu saklausu hlutunum, eins og þessari mynd, þá getum við aldrei byrjað að berjast gegn rót vandans. Þá getum við aldrei byrjað að berjast gegn því að setja allar konur í sama form. Einnig var rætt um „húmorinn“, hvar hann væri nú, má maður nú aldrei hafa smá húmor. Vissulega má fólk hafa húmor, og líkt og með makaval, þá hefur fólk mismunandi húmor. Einhvern veginn missi ég alveg af húmornum í þessari mynd. Ég missi alveg af því hvað er fyndið við það að upphefja „mjúkar konur“ á kostnað „mjórra kvenna“. Ég missi einhvernveginn alveg af því af hverju það er fyndið að menn vilji kjöt og hundar bein (ps. þekki hund sem má ekki fá bein, en hann borðar fullt kjöt.) Svo er eitt í viðbót merkilegt við þessa mynd. Þessi mynd segir ekki bara við þær grönnu að þær séu ekki verðugar því þær hafa ekkert til að klípa í, heldur líka að þær séu ekki verðugar af því að KARLMENN vilja þær ekki. Þessi mynd segir þeim að þeim eigi að líða illa með sjálfa sig af því að KARLMENN viðurkenna þær ekki sem alvöru konur. Hún verðmetur konur, allar konur, út frá því hvaða karlmenn vilja þær. Þær eru verðugar eftir því hvort alvöru menn vilja þær eða ekki. Þær eru ekki verðugar út frá sínum eigin hæfileikum, nei, það er sko eins gott að hafa línur því annars endarðu bara ein með ömurlegan karlmann! Verðleiki kvenna er EKKI metinn út frá karlmönnunum sem þær giftast. Svarið við þessari mynd er einfalt: „Alvöru konur bera aðrar konur ekki saman við bein, og menn við hunda“ Við eyðum ekki fitufordómum með því að ráðast á grannt fólk.Linkur á myndina sem um ræðir.Freyjur - Vefsvæðið Freyjurnar er hópur ungra kvenna með munninn fyrir neðan nefið. Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Hér má lesa pistil sem Tinna skrifar á vefsvæðið Freyjurnar sem ber yfirskriftina Mjónufordómar. Við fengum leyfi til að birta þessa frábæru hugleiðingu sem höfundur skrifar út frá einni mynd - sem sjá má hér.Pistillinn í heild sinni: Nýlega sá ég þessa mynd á Facebook. Hún gerði mig mjög pirraða. Það fyrsta sem ég og örugglega flestir sem skoða þessa mynd, lesa út úr þessu er það að mjóar konur eru ekki alvöru konur af því að enginn vill þær nema hundar. Alvöru mennirnir vilja mjúku konurnar, þessar sem eru með eitthvað til að klípa í. Þessi mynd er liður í því að láta konum líða vel með sjálfar sig þó þær séu ekki í stærð 0. En það er ekki það sem þessi mynd gerir. Jú, kannski, upp að vissu marki en vitiði hvað þessi mynd gerir meira? Hún niðurlægir, móðgar og særir grannar konur. Sjáiði til, það eru til margar gerðir af konum. Sumar konur eru feitar, sumar konur eru mjúkar, sumar konur eru með stór brjóst, sumar konur eru dökkhærðar og – sumar konur eru mjóar. Og það er bara hreinlega allt í lagi.Mjónufordómar er pistill sem þú ættir að gefa þér tíma til að lesa.Ég styð það að allir leiði það líf sem þeir vilja Ég styð heilshugar það átak að konum eigi að líða vel í öllum stærðum. Ég styð það að úthúða „fitu skömm“ (e. fat shaming). Ég styð það að sumar konur eru feitari en aðrar. Ég styð það að allir leiði það líf sem þeir vilja og vona að allir séu nokkurnveginn heilsusamlegir. Ég vil og vona að engin kona sé með átröskun, hvort sem það er búlimía eða ofát. Ég vil ekki að konur finni fyrir pressu til að vera mjóar. Ég er akkúratt svona kona sem telst vera „mjúk kona“. Þessi mynd ætti í raun bara alveg að höfða til mín, alvöru karlmenn vilja mig! Frábært! En nei, lífið snýst víst ekki bara um mig og mína stærð. Ég hef þekkt konur sem eru grannar og geta ekkert af því gert. Þær eru hreinlega smábeinóttar og nettar. Þær fitna bara ekki, þær hafa hraðari brennslu. Ég hef þekkt konur sem VILJA geta fitnað, ekkert endilega til að vera feitar, en þeim finnst þær of grannar. Já, það er til! Það er til að finnast maður of grannur! Þessi mynd niðurlægir akkúratt þessar konur. Ég þekki líka konur sem hafa farið í ræktina, misst einhver kíló, bætt á sig vöðvamassa og líta ofboðslega vel út og eru rosalega ánægðar með sig. Eru þær minni konur af því að þær ákveða að þær vilji vera grennri, með svona eða hinsegin mikið af vöðvum? Eru þær minni konur? Hvernig ætli „mjúku konurnar“ myndu bregðast við ef að mynd af mjórri konu kæmi og á henni stæði „Alvöru karlmenn vilja ekki þurfa að leita að‘enni“ eða „Mjóar konur eru fallegar… alvöru karlmenn vilja súpermódel“? Ég held að margar, sem deildu þessari mynd, yrðu brjálaðar! Brjálaðar yfir því að það væri verið að ráðast á þeirra stærð, niðurlægja þær og móðga! „Líkams skömm“ (e. body shaming) gengur nefnilega í allar áttir. Hún gengur á mjóar konur, feitar konur, hávaxnar konur, lágvaxnar konur… allar konur. Konur eru nefnilega ennþá, á 21. öldinni, verðmetnar út frá útliti þeirra. Sko ég er ekki að segja að útlit skipti ekki máli, það gerir það svo sannarlega. Snyrtimennska, hreinleiki og framkoma skiptir svo sannarlega máli. Og útlitið skiptir vitaskuld máli þegar kemur að því að velja sér maka en málið er að það vilja ekki ALLIR mjóar konur eða ALLIR mjúkar konur eða feitar konur eða stórar eða litlar eða eða eða… Við höfum víst ekki öll sama smekk á útliti, sem betur fer! Ég lenti í smá umræðum í framhaldi af þessari mynd. Fólki fannst þetta afar saklaust. Kannski er þessi eina mynd, ein og sér, pínulítið saklaus. En menningin sem stendur á bakvið þessa mynd er það ekki. Þessi menning, þessi skömm, er ofboðslega stór svartur blettur á mannkyninu. Ef við berjumst ekki gegn litlu saklausu hlutunum, eins og þessari mynd, þá getum við aldrei byrjað að berjast gegn rót vandans. Þá getum við aldrei byrjað að berjast gegn því að setja allar konur í sama form. Einnig var rætt um „húmorinn“, hvar hann væri nú, má maður nú aldrei hafa smá húmor. Vissulega má fólk hafa húmor, og líkt og með makaval, þá hefur fólk mismunandi húmor. Einhvern veginn missi ég alveg af húmornum í þessari mynd. Ég missi alveg af því hvað er fyndið við það að upphefja „mjúkar konur“ á kostnað „mjórra kvenna“. Ég missi einhvernveginn alveg af því af hverju það er fyndið að menn vilji kjöt og hundar bein (ps. þekki hund sem má ekki fá bein, en hann borðar fullt kjöt.) Svo er eitt í viðbót merkilegt við þessa mynd. Þessi mynd segir ekki bara við þær grönnu að þær séu ekki verðugar því þær hafa ekkert til að klípa í, heldur líka að þær séu ekki verðugar af því að KARLMENN vilja þær ekki. Þessi mynd segir þeim að þeim eigi að líða illa með sjálfa sig af því að KARLMENN viðurkenna þær ekki sem alvöru konur. Hún verðmetur konur, allar konur, út frá því hvaða karlmenn vilja þær. Þær eru verðugar eftir því hvort alvöru menn vilja þær eða ekki. Þær eru ekki verðugar út frá sínum eigin hæfileikum, nei, það er sko eins gott að hafa línur því annars endarðu bara ein með ömurlegan karlmann! Verðleiki kvenna er EKKI metinn út frá karlmönnunum sem þær giftast. Svarið við þessari mynd er einfalt: „Alvöru konur bera aðrar konur ekki saman við bein, og menn við hunda“ Við eyðum ekki fitufordómum með því að ráðast á grannt fólk.Linkur á myndina sem um ræðir.Freyjur - Vefsvæðið Freyjurnar er hópur ungra kvenna með munninn fyrir neðan nefið.
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira