Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 11:30 Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira