Úps, við sulluðum niður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. maí 2013 06:00 Fréttablaðið sagði í lok marz frá miklum áhyggjum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á svæðinu af áformum um aukin umsvif á Bláfjallasvæðinu. Þar undir féllu til að mynda áætlanir um stækkun skíðasvæðisins í Bláfjöllum og ekki síður stórbrotnar fyrirætlanir um að laða hundruð þúsunda ferðamanna á ári að Þríhnúkagíg. Heilbrigðisnefndirnar vöruðu við sofandahætti í vatnsverndarmálum og bentu meðal annars á að ekki hefði verið gerð nein heildstæð samgönguáætlun fyrir Bláfjallasvæðið, en slíkt væri forsenda þess að byggja mætti upp þjónustu fyrir svo marga ferðamenn. Þá þyrfti nauðsynlega að endurnýja Bláfjallaveginn og gera ýmsar aðrar varúðarráðstafanir. „Ef það verður olíumengunarslys, og það þarf ekki að vera stórvægilegt, eru vatnsbólin farin á stundinni,“ sagði Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs, þá hér í blaðinu. Varla höfðu heilbrigðisnefndirnar sleppt orðinu þegar alvarlegt olíuslys varð á Bláfjallasvæðinu, í tengslum við framkvæmdir við Þríhnúkagíg. Olíutankur, sem verið var að flytja á svæðið, slitnaði neðan úr þyrlu og 600 lítrar af olíu fóru niður. Það var líkast til lán í óláni að tankurinn lenti á bílastæði og hægt var að moka upp olíumengraðri mölinni, í stað þess að olían færi niður í gljúpt hraunið allt um kring. Það var líka heppni að frost var í jörðu. Í þetta sinn sluppu höfuðborgarbúar því með skrekkinn, en litlu mátti muna að illa færi. Umfjöllun um þetta slys bendir til að margir átti sig ekki á því um hversu grafalvarlegt mál er að ræða. Framkvæmdaglaðir ferðamálafrömuðir geta ekki bara sagt „úps, við sulluðum niður“, beðizt afsökunar og haldið svo áfram að ferja olíutanka með þyrlum yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að úttekt Orkuveitu Reykjavíkur á slysinu hefði leitt í ljós að ekki hefði verið farið eftir margvíslegum reglum í aðdraganda þess að slysið átti sér stað. Umhverfisstofnun gleymdi að spyrja hagsmunaaðila vatnsverndar áður en hún veitti leyfi fyrir aðstöðunni við Þríhnúkagíg. Í starfsleyfinu stóð ekkert um að þar ætti að hafa olíutank. Fyrr um daginn sem slysið átti sér stað var olía flutt eftirlitslaust á svæðið með plasttönkum á vörubíl. Þyrlueldsneyti sem var á svæðinu var flutt þangað án tilskilinnar fylgdar. Olíubíll flutti 4.000 lítra eldsneytis á svæðið umfram þörf. Orkuveitan klúðraði sjálf málum þegar hún leyfði flutningana þrátt fyrir frávik frá reglunum. Og eldsneytisdæling fór fram á vatnsverndarsvæðinu án nokkurra lekavarna. Svona getum við ekki umgengizt þá auðlind, sem hreint neyzluvatn höfuðborgarbúa er. Það er alveg sjálfsagt að leitast við að efla ferðaþjónustuna á svæðinu. En flutningar á olíu og öðrum hættulegum efnum verða að lúta mjög ströngum reglum og eftirliti. Hér er alltof mikið í húfi til að hið þjóðlega viðkvæði um að þetta reddist eigi við. Olíuslysið í byrjun mánaðarins á að vera víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði í lok marz frá miklum áhyggjum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á svæðinu af áformum um aukin umsvif á Bláfjallasvæðinu. Þar undir féllu til að mynda áætlanir um stækkun skíðasvæðisins í Bláfjöllum og ekki síður stórbrotnar fyrirætlanir um að laða hundruð þúsunda ferðamanna á ári að Þríhnúkagíg. Heilbrigðisnefndirnar vöruðu við sofandahætti í vatnsverndarmálum og bentu meðal annars á að ekki hefði verið gerð nein heildstæð samgönguáætlun fyrir Bláfjallasvæðið, en slíkt væri forsenda þess að byggja mætti upp þjónustu fyrir svo marga ferðamenn. Þá þyrfti nauðsynlega að endurnýja Bláfjallaveginn og gera ýmsar aðrar varúðarráðstafanir. „Ef það verður olíumengunarslys, og það þarf ekki að vera stórvægilegt, eru vatnsbólin farin á stundinni,“ sagði Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs, þá hér í blaðinu. Varla höfðu heilbrigðisnefndirnar sleppt orðinu þegar alvarlegt olíuslys varð á Bláfjallasvæðinu, í tengslum við framkvæmdir við Þríhnúkagíg. Olíutankur, sem verið var að flytja á svæðið, slitnaði neðan úr þyrlu og 600 lítrar af olíu fóru niður. Það var líkast til lán í óláni að tankurinn lenti á bílastæði og hægt var að moka upp olíumengraðri mölinni, í stað þess að olían færi niður í gljúpt hraunið allt um kring. Það var líka heppni að frost var í jörðu. Í þetta sinn sluppu höfuðborgarbúar því með skrekkinn, en litlu mátti muna að illa færi. Umfjöllun um þetta slys bendir til að margir átti sig ekki á því um hversu grafalvarlegt mál er að ræða. Framkvæmdaglaðir ferðamálafrömuðir geta ekki bara sagt „úps, við sulluðum niður“, beðizt afsökunar og haldið svo áfram að ferja olíutanka með þyrlum yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að úttekt Orkuveitu Reykjavíkur á slysinu hefði leitt í ljós að ekki hefði verið farið eftir margvíslegum reglum í aðdraganda þess að slysið átti sér stað. Umhverfisstofnun gleymdi að spyrja hagsmunaaðila vatnsverndar áður en hún veitti leyfi fyrir aðstöðunni við Þríhnúkagíg. Í starfsleyfinu stóð ekkert um að þar ætti að hafa olíutank. Fyrr um daginn sem slysið átti sér stað var olía flutt eftirlitslaust á svæðið með plasttönkum á vörubíl. Þyrlueldsneyti sem var á svæðinu var flutt þangað án tilskilinnar fylgdar. Olíubíll flutti 4.000 lítra eldsneytis á svæðið umfram þörf. Orkuveitan klúðraði sjálf málum þegar hún leyfði flutningana þrátt fyrir frávik frá reglunum. Og eldsneytisdæling fór fram á vatnsverndarsvæðinu án nokkurra lekavarna. Svona getum við ekki umgengizt þá auðlind, sem hreint neyzluvatn höfuðborgarbúa er. Það er alveg sjálfsagt að leitast við að efla ferðaþjónustuna á svæðinu. En flutningar á olíu og öðrum hættulegum efnum verða að lúta mjög ströngum reglum og eftirliti. Hér er alltof mikið í húfi til að hið þjóðlega viðkvæði um að þetta reddist eigi við. Olíuslysið í byrjun mánaðarins á að vera víti til varnaðar.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun