Finnsku skattarnir og Esko Aho, fv. forsætisráðherra Borgþór S. Kjærnested skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun