"Maybe I should have“ Andrea Ólafsdóttir og Þorvaldur Geirsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið. Við kjósum ekki „af því bara“. Við kjósum vegna þess að okkur hefur verið gefið vald. Við verðum að nota það vald. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Tækifærið til breytinga er núna. Við verðum að velja okkur fólk á þing til að verja grunnstoðir samfélagsins og tryggja afkomu þeirra sem hafa orðið undir á síðustu árum. Við viljum flest öll hér á Íslandi búa land svipað hinum Norðurlöndunum – stefnum þangað saman. Bætum kjör almennings saman, leiðréttum lán heimilanna saman, tökum heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu saman, fáum nýja stjórnarskrá saman, verjum velferðarkerfið saman, tryggjum auðlindir í þjóðareigu saman – tökum höndum saman um breytingar til hins betra. Það er ekki gott að þurfa að sitja með sárt ennið að ári og þurfa að hugsa með sér „maybe I should have“. Við verðum að þora! Sigurvegari kosninganna Mörg okkar í Dögun hafa barist fyrir heimilin í mörg ár, m.a. á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna. Við hljótum því að vera glöð yfir að áherslur okkar eru að vinna þessar kosningar. Nú eru allflestir hagfræðingar farnir að viðurkenna að þær leiðir sem við leggjum til séu raunhæfar og jafnvel mjög æskilegar. Sumir töluðu um barbabrellur og reyndu að gera lítið úr óréttlætinu – en hafa nú þurft að éta það ofan í sig. Við í Dögun höfum bent á margar mismunandi leiðir að sama marki – en við þurfum að standa með sjálfum okkur og heimilunum til þess að leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar nái fram að ganga og þær þurfa að lenda á fjármálakerfinu, því það ber ábyrgðina á tjóninu. Dögun er með best útfærðu stefnuna þegar kemur að því hvað tekur síðan við. Dögun eina nýja aflið á uppleið Á síðustu dögum hefur komið í ljós að Dögun er eina nýja aflið sem er að auka við sig fylgi. Við hvetjum því alla til að kynna sér málefnin á XT.is og sameinast um eitt nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og er hvað líklegast til að brjóta 5% múrinn. Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið. Við kjósum ekki „af því bara“. Við kjósum vegna þess að okkur hefur verið gefið vald. Við verðum að nota það vald. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Tækifærið til breytinga er núna. Við verðum að velja okkur fólk á þing til að verja grunnstoðir samfélagsins og tryggja afkomu þeirra sem hafa orðið undir á síðustu árum. Við viljum flest öll hér á Íslandi búa land svipað hinum Norðurlöndunum – stefnum þangað saman. Bætum kjör almennings saman, leiðréttum lán heimilanna saman, tökum heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu saman, fáum nýja stjórnarskrá saman, verjum velferðarkerfið saman, tryggjum auðlindir í þjóðareigu saman – tökum höndum saman um breytingar til hins betra. Það er ekki gott að þurfa að sitja með sárt ennið að ári og þurfa að hugsa með sér „maybe I should have“. Við verðum að þora! Sigurvegari kosninganna Mörg okkar í Dögun hafa barist fyrir heimilin í mörg ár, m.a. á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna. Við hljótum því að vera glöð yfir að áherslur okkar eru að vinna þessar kosningar. Nú eru allflestir hagfræðingar farnir að viðurkenna að þær leiðir sem við leggjum til séu raunhæfar og jafnvel mjög æskilegar. Sumir töluðu um barbabrellur og reyndu að gera lítið úr óréttlætinu – en hafa nú þurft að éta það ofan í sig. Við í Dögun höfum bent á margar mismunandi leiðir að sama marki – en við þurfum að standa með sjálfum okkur og heimilunum til þess að leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar nái fram að ganga og þær þurfa að lenda á fjármálakerfinu, því það ber ábyrgðina á tjóninu. Dögun er með best útfærðu stefnuna þegar kemur að því hvað tekur síðan við. Dögun eina nýja aflið á uppleið Á síðustu dögum hefur komið í ljós að Dögun er eina nýja aflið sem er að auka við sig fylgi. Við hvetjum því alla til að kynna sér málefnin á XT.is og sameinast um eitt nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og er hvað líklegast til að brjóta 5% múrinn. Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun