Hvernig væri að baka þessa dásamlegu skúffuköku? Ellý Ármanns skrifar 3. mars 2013 12:30 Þórdís Þorleifsdóttir sem er ein af skipuleggjendum Lífstöltsins í ár sem fram fer í reiðhöll hestamannafélags Harðar í Mosfellsbæ næsta laugardag gefur okkur uppskrift af dásamlegri súkkulaðiköku sem er tilvalið að baka á sunnudegi sem þessum. Uppáhalds skúffukaka Þórdísar 4.5 dl. hveiti 4 dl. sykur 175 g brætt smjörlíki eða smjör (eða 50/50) 2 stór egg eða 3 lítil 1/2 tsk. lyftiduft 1 dl. Cadbury´s kakó, eða annað bökunarkakó 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. vanilludropar 2 dl. ab mjólk, hrein 1 1/2 dl. kalt vatn Bræða smjörlíki við vægan hita. Setja allt hráefnið í skál, svo smjörið í lokin og hræra saman. Gott að sigta kakóið útí. Baka við 150 gr. blástur eða 170 við undir og yfir hita. Bakið í 35 til 40 mín. Fer svolítið eftir ofnum. Passar í gott skúffukökuform. Ef þið viljið setja í heila ofnbökunarskúffu þá er gott að tvöfalda uppskriftina. Krem 150 gr. íslenskt smjör (mjúkt) 150 gr. flórsykur 1 eggjarauða 2 msk. kakó (bökunar) Allt sett saman í hrærivél og hrært til mjúkt og samlagað. Gott að dreifa grófu kókosmjöli yfir.Hér má lesa meira um Lífstöltið sem er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið
Þórdís Þorleifsdóttir sem er ein af skipuleggjendum Lífstöltsins í ár sem fram fer í reiðhöll hestamannafélags Harðar í Mosfellsbæ næsta laugardag gefur okkur uppskrift af dásamlegri súkkulaðiköku sem er tilvalið að baka á sunnudegi sem þessum. Uppáhalds skúffukaka Þórdísar 4.5 dl. hveiti 4 dl. sykur 175 g brætt smjörlíki eða smjör (eða 50/50) 2 stór egg eða 3 lítil 1/2 tsk. lyftiduft 1 dl. Cadbury´s kakó, eða annað bökunarkakó 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. vanilludropar 2 dl. ab mjólk, hrein 1 1/2 dl. kalt vatn Bræða smjörlíki við vægan hita. Setja allt hráefnið í skál, svo smjörið í lokin og hræra saman. Gott að sigta kakóið útí. Baka við 150 gr. blástur eða 170 við undir og yfir hita. Bakið í 35 til 40 mín. Fer svolítið eftir ofnum. Passar í gott skúffukökuform. Ef þið viljið setja í heila ofnbökunarskúffu þá er gott að tvöfalda uppskriftina. Krem 150 gr. íslenskt smjör (mjúkt) 150 gr. flórsykur 1 eggjarauða 2 msk. kakó (bökunar) Allt sett saman í hrærivél og hrært til mjúkt og samlagað. Gott að dreifa grófu kókosmjöli yfir.Hér má lesa meira um Lífstöltið sem er til styrktar LÍFI styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið